fimmtudagur, nóvember 24, 2011

Foreldrar endilega tékkið á þessu

KNATTSPYRNU DÓMARANÁMSKEIÐ (allir foreldrar Haukakrakka vinsamlegast lesið)

"Fyrirhugað er að halda knattspyrnu-dómaranámskeið fyrir Hauka þann 29. nóvember næstkomandi. KSI sér um að halda námskeiðið að beiðni Hauka og markmiðið er að byrja að efla dómaramál félagsins. Á þessu námskeiði munu sitja flestir iðkendur úr 2. og 3. flokki karla og kvenna og krakkar úr afreksskóla Hauka.

Haukar óska eftir því að áhugasamir foreldrar úr öllum flokkum félagsins sitji námskeiðið bæði til fræðslu og einnig til að geta hjálpað til við að sjá um dómgæslu á leikjum yngri flokka (8.-4. flokks) og jafnvel mótum sem Haukar munu standa að í framtíðinni. (engin krafa er á fólki að dæma þó að það sitji námskeiðið)

Námskeiðið tekur um 2-3 klst. og einnig er tekið lítið próf viku seinna.

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar og skráð sig hjá Jóni Erlendssyni í 840-2143 eða í tölvupósti jone@lhg.is

Áfram Haukar

fimmtudagur, nóvember 17, 2011

Jólabingó

Afmælisjólabingó í veislusal Ásvalla sunnudaginn 20.nóvember kl: 13:30
Eitt spjald er á 500kr og fjögur spjöld eru á 1500kr
Fullt af flottum vinningum í boði
Selt verður kaffi, gos, kökur og sælgæti

kveðja
þjálfarar

miðvikudagur, nóvember 16, 2011

Breyting á æfingatímum miðvikudaga

Sælir foreldrar

Frá og með miðvikudeginum 23.nóvember færast miðvikudagsæfingarnar okkar fram um 15 mínútur og verða frá klukkan 16.15-17.15 í stað 16.30-17.30.

kveðja
Þjálfarar