þriðjudagur, september 25, 2012

Ný bloggsíða fyrir flokkinn

Sælir foreldrar

Ég ætla að biðja ykkur um að lesa áríðandi tilkynningu sem finna má á nýrri bloggsíðu flokksins.

http://7kkhaukar.blog.is

Þessa nýju bloggsíðu má einnig finna með því að fara inn á Haukar.is og blogg yngri flokka

kveðja
Hilmar Trausti

þriðjudagur, september 11, 2012

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð 8. 7. 6. og 5.flokks knattspyrnudeildar Hauka í Schenkerhöllinni Ásvöllum sunnudaginn 16. september kl: 15:00

Iðkendur mæta með veitingar á kaffiborðið en drykkjarföng verða á staðnum.

Foreldrar og aðrir aðstandendur sérstaklega velkomnir

mánudagur, september 03, 2012

Æfingagjöld og vetraræfingatímarnir

Sælir foreldrar

Við þjálfararnir viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir samstarfið á tímabilinu 2011-2012.  Við vonum að þið hafið haft jafn gaman að þessu ári og við gerðum. Sérstaklega viljum við þakka þeim fjölmörgu foreldrum sem tóku að sér mörg mikilvæg störf í kringum þau mót sem flokkurinn fór á.

Skemmst er frá því að segja að við Simmi verðum ekki áfram þjálfarar 7.flokks en það er alveg á hreinu að það kemur einhver frábær þjálfari í okkar stað:)

Æfingarnar í vetur eru á eftirfarandi tímum: (eldra árið frá því í sumar er komið upp í 6.flokk)

Miðvikudaga kl. 16:00-17.00 Gervigras
Fimmtudaga kl. 17:10-18:00 Inni á Ásvöllum (Fjölgreinaæfing)
Sunnudagar  kl: 11:00-12:00 Risinn (kaplakrika) (Byrja í október)

Eins og þið sjáið þá byrja æfingarnar núna á miðvikudaginn, æft verður tvisvar sinnum í viku í september en í október bætist þriðja æfingin við.

Ég var beðinn um að láta ykkur vita af þessari tilkynningu hér að neðan en hún kemur inn á æfingagjöldin fyrir næsta tímabil, endilega athugið það.


Kæru forráðamenn/foreldrar

Mig langar að byrja á því að þakka þeim sem komu á Haukadaginn okkar fyrir komuna. Frábært að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta – svona gerum við gott félag betra.

Nú er komið að greiðslum æfingagjalda fyrir tímabilið 2012-2013.
Hafnarfjarðarbær ákvað að taka sama kerfi, Nóra, og við höfum verið að nota í eitt og hálft ár. Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll því þarna sameinast greiðslur æfingagjalda og niðurgreiðslur. Það verður því þannig að forráðamenn greiða mismuninn á æfingagjöldum og niðurgreiðslum, sem dæmi:
Iðkandi í 7. flokki í knattspyrnu, æfingagjald 45.000
Niðurgreiðslan er 20.400 (12 x 1.700)
Forráðamenn borga því 45.000-20.400 sem gera 24.600.
Bærinn mun því greiða okkur beint mismuninn – allt mun einfaldara og betra.

Hafnarfjarðarbær er ekki tilbúin með kerfið og því vil ég biðja forráðamenn að bíða rólega þar til ég sendi út tilkynningu um að það sé í lagi að byrja að ganga frá æfingagjöldum.
Þá sendi ég ykkur einnig skýringu á því hvernig þetta er gert en til að gera langa sögu stutta í fyrstu adrennu þá er þetta allt gert í gegnum haukar.is.
Nú þurfið þið ekki að fara á íbúagátt þrisvar yfir árið eins og verið hefur.
Nánari útskýringar koma í póstinum þegar ég tilkynni ykkur að kerfið sé tilbúið.

kveðja
þjálfarar