þriðjudagur, október 31, 2006

Foreldrastjórn tekin til starfa

Mjög góð mæting á foreldrafundinn sem var haldinn í kvöld. Eitthvað í kringum 20 foreldrar mættu og var fimm manna foreldrastjórn sett saman. Besta mál.

Helstu atriði sem komu fram á fundinum.
  • Ekkert Íslandsmót er í gangi í þessum aldursflokki. Í fyrra var farið á 4 helgarmót yfir vor/sumartímann og má búast við að eitthvað svipað verði uppi á teningnum þetta tímabilið
  • Flokkurinn telur í kringum 35-40 stráka og eru að jafnaði 25 strákar að mæta á hverja æfingu. 3 æfingar í viku er í meira lagi fyrir þennan aldurshóp og því er það í góðu lagi af hálfu þjálfara að strákarnir mæti eins og þeir geti, sama hvort það sé 3, 2, eða 1 sinni í viku.
  • Í grófum dráttum leggur þjálfari áherslu á það að kenna iðkendunum knattspyrnu, að vinna í hóp og hlýta aga. Hvort útkoman sé sigur eða tap í æfingaleikjum/mótum er algert aukaatriði.
  • Æfingagjaldið fyrir tímabilið sept 2006-sept 2007 er 35.000 krónur. Hafnarfjarðarbær greiðir niður gjaldið um 24.000 krónur og því er hlutur foreldra 11.000 krónur. Greiðsluseðlar verða sendir út á skráða iðkendur innan skamms. Systkinaafsláttur er 50% af öðru barninu.

Upplýsingar um foreldrastjórnina má finna hérna til hliðar í valmyndinni.

þriðjudagur, október 24, 2006

Foreldrafundur!

Foreldrafundur verður haldinn kl. 18:00 þriðjudaginn 31.október á 2.hæðinni í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Fundurinn tekur vonandi ekki mikið meira en hálftíma, en dagskrá fundarins verður í grófum dráttum þessi:

1. Fulltrúi barna og unglingaráðs setur fundinn. Óskað eftir fólki í foreldrastjórn. Tekið á móti iðkendaskráningablöðum.
2. Þjálfari situr fyrir svörum.
3. Fulltrúi barna og unglingaráðs gengur frá stofnun foreldrastjórnar, svarar
spurningum og fl.
4. Fundi slitið og foreldrastjórn tekur til starfa.

Ég vona að sem flestir foreldrar og forráðamenn mæti.