Helstu atriði sem komu fram á fundinum.
- Ekkert Íslandsmót er í gangi í þessum aldursflokki. Í fyrra var farið á 4 helgarmót yfir vor/sumartímann og má búast við að eitthvað svipað verði uppi á teningnum þetta tímabilið
- Flokkurinn telur í kringum 35-40 stráka og eru að jafnaði 25 strákar að mæta á hverja æfingu. 3 æfingar í viku er í meira lagi fyrir þennan aldurshóp og því er það í góðu lagi af hálfu þjálfara að strákarnir mæti eins og þeir geti, sama hvort það sé 3, 2, eða 1 sinni í viku.
- Í grófum dráttum leggur þjálfari áherslu á það að kenna iðkendunum knattspyrnu, að vinna í hóp og hlýta aga. Hvort útkoman sé sigur eða tap í æfingaleikjum/mótum er algert aukaatriði.
- Æfingagjaldið fyrir tímabilið sept 2006-sept 2007 er 35.000 krónur. Hafnarfjarðarbær greiðir niður gjaldið um 24.000 krónur og því er hlutur foreldra 11.000 krónur. Greiðsluseðlar verða sendir út á skráða iðkendur innan skamms. Systkinaafsláttur er 50% af öðru barninu.
Upplýsingar um foreldrastjórnina má finna hérna til hliðar í valmyndinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli