fimmtudagur, janúar 25, 2007
Sunnudagsæfingarnar í höndum aðstoðarþjálfaranna
Annað fréttnæmt, sem mun án efa gleðja einhver strákahjörtu, er það að Haukar eru skráðir með 4 lið í keppni í hraðmóti hjá Njarðvík sem mun fara fram 18. febrúar í Reykjaneshöllinni. Nánari upplýsingar um það síðar.
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Breyting á æfingatíma
Æfingunni á sunnudögum hefur verið breytt. Frá og með sunnudeginum 21. janúar æfa bæði yngra og eldra árið kl. 10:00 í Risanum á Kaplakrika. Þó það sé yfirbyggt þá er ekki kynding í húsinu og því mælt með því að þið klæðið strákana eins og fyrir útiæfingu. Þessa tíma mun ég nýta fyrir komandi æfingaleiki. Ég vona að þessi breyting henti engum illa. Það góða við þessa tíma er að nú get ég sett æfingaleiki á sem ég veit að muni ekki verða að engu vegna veðurs.
Í leiðinni minni ég fólk á að nú eiga allir að hafa gert upp æfingagjöldin. Ef þér hefur ekki borist greiðsluseðill er líklegt að Haukar séu með rangar, eða engar upplýsingar, um iðkandann. Til að kippa því í liðinn bendi ég fólki á að ná sér í skráningarblað hérna á valmynd til hægri og koma með á næstu æfingu. Þá höfum við þær upplýsingar sem bankinn þarf til að senda út greiðsluseðil.