fimmtudagur, janúar 25, 2007

Sunnudagsæfingarnar í höndum aðstoðarþjálfaranna

Næstkomandi tvær helgar verð ég staddur í hópeflisferðum með 6. fl. og síðan 5. flokk kvenna í íþróttahúsinu í Vogunum á Vatnsleysuströnd - en ég þjálfa einnig þessa tvo flokka. Þetta þýðir að sunnudagana 28. janúar og 4. febrúar mun aðstoðarþjálfarinn minn Hilmar Rafn Emilsson sjá um æfingarnar í Risanum ásamt öðrum aðstoðarþjálfara.

Annað fréttnæmt, sem mun án efa gleðja einhver strákahjörtu, er það að Haukar eru skráðir með 4 lið í keppni í hraðmóti hjá Njarðvík sem mun fara fram 18. febrúar í Reykjaneshöllinni. Nánari upplýsingar um það síðar.

Engin ummæli: