miðvikudagur, mars 07, 2007

Æfingaleikur við FH á laugardaginn

Á laugardaginn kíkir FH í heimsókn á Ásvelli.

Yngra árið (2000 módelin) mæta kl. 10:00 og spila í klukkutíma.
Eldra árið (1999 módelin) mæta kl. 11:00 og spila líka í klukkutíma.

Það væri best að fá góða mætingu í þessa leiki þar sem 7. flokkur FH telur eina 60 stráka á meðan ég er aðeins hátt í 45 stráka. Ef mætingin verður léleg er hættara við því að leikálagið verði óþægilega mikið á þá sem mæta.

Eins og síðast mun ég sækjast eftir aðstoð áhugasamra foreldra við það að dæma leiki, halda utan um liðin og passa upp á búningana.

ATH!!! Æfingin á sunnudaginn mun falla niður út af þessum leik.

Engin ummæli: