miðvikudagur, maí 23, 2007

Orðsending frá Foreldrastjórninni

Kæru foreldarar

Við í foreldrastjórninni viljum þakka kærlega fyrir góðar undirtektir við fjáröflunni okkar á laugardaginn varðandi sjoppusölunni.

Margir lögðu fram vinnu sína og aðrir bökuðu og útveguðu vörur á afslætti eða gefins.

Ágóði af sjoppunni er 28.000 kr einnig er mikill afgangur af drykkjum, sælgæti, snakki, muffins, brauði, skinku (bakkelsið var fryst). Þetta verður svo notað sem nesti fyrir strákana á Skagamótinu þannig að ágóðinn var í raun töluvert meiri ef allt er talið með.

Fyrir Skagamótið munu allir strákarnir fá regngalla (rauðan jakka, svartar buxur) og hummel húfu, en þetta verður innifalið í verði mótsins. Þriðjudaginn 29.maí verður mátun í vallarhúsinu strax eftir æfingu eða kl 17:00. Endilega mæta til að fá rétta stærð á drengina.

Kveðja Foreldrastjórnin

1 ummæli:

Hilmar sagði...

Sæll Kristján

Hilmar Smári 7. flokki ætlar að vera með á báðum mótunum þe. á Skaganum og fyrir norðan, VIð fengum ekki miða um fundinn og komum því ekki

kv. Ása Karín H'olm