sunnudagur, júní 03, 2007

Íþróttaskóli Hauka - Sumaræfingarnar

Smelltu á myndina til að skoða Skólastundatöflu Íþróttaskólans

Íþróttaskóli Hauka hefur göngu sína mánudaginn 11. júní. Við þjálfararnir hjá Haukum hvetjum alla í yngstu flokkunum eindregið til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir krakkana að bæta sig í fótbolta og kynnast Ásvöllum enn betur. Það er reynsla okkar frá fyrri árum að krakkar sem fara á mörg námskeið yfir sumarið, og eru jafnvel allt sumarið í skólanum, taka oftast stórstígum framförum í fótboltafærni sinni. Fyrir mig sem þjálfara er það einstakt tækifæri að hafa krakkana á vellinum í svona langan tíma á hverjum degi og geta gefið sér mun betri tíma í það að þjálfa upp einstaka þætti íþróttarinnar.

Ef þið skoðið stundatöflu skólans (klikkið á myndina hér að ofan til að sjá stærri útgáfu) sjáið þið að fyrir hádegi er áherslan lögð á knattspyrnu og gervi- og grassvæði Hauka nýtt. Hádegismaturinn er í boði fyrir þá sem ætla sér að vera allan daginn því eftir hádegi taka inniboltagreinarnar við og þá er viðhafst innanhúss á Ásvöllum.

Svo það sé raunhæft að krakkar, sem æfa fótbolta, geti verið allan daginn í Íþróttaskólanum og á sama tíma stundað fótboltaæfingarnar, þá höfum við ákveðið að hafa æfingarnar frá kl. 10:45-12:00. Ef stundataflan er skoðuð sést að í þeim tíma eru einmitt "Fótbolti - leikæfingar" sem þýðir að þeir sem eru að æfa og eru lika í Íþróttaskólanum "kljúfa" sig frá öðrum Íþróttaskólakrökkum á þessum tíma og fara á hefðbundna æfingu sem ég mun stýra. Þeir sem eru þá ekki í Íþróttaskólanum, þeir mæta bara á æfingu frá 10:45-12:00. Skildist þetta?? :)

Heill dagur í skólanum frá 9:00-16:00 kostar 6500 kr. fyrir Haukafélaga sem hafa greitt æfingagjöldin. Að nýta sér gæsluna kostar 500 krónur. Hálfur dagur (annað hvort fyrir eða eftir hádegi) án matar kostar 3000 kr. fyrir sömu Haukafélaga. Nánari upplýsingar um verð og skráningarformið er að finna hér:

SKRÁÐU ÞIG HÉR Í ÍÞRÓTTASKÓLANN

Engin ummæli: