mánudagur, júní 18, 2007

Skagamótið

Stóra mót ársins er framundan: Kaupþingsmótið á Akranesi 22.-24. júní. Mótið hefst um morguninn á föstudeginum 22. júní. Það er mæting hjá öllum þeim sem eru búnir að tilkynna þáttöku á mótið á Ásvelli kl. 08:00 og áætlað er að leggja af stað ekki seinna en 08:30. Vinsamlega mætið á réttum tíma því kl. 08:00 verður dreift út regngöllunum sem voru pantaðir fyrir mótið. Farið verður á einkabílum til Akraness.
Mótið hefst með skrúðgöngu liðanna kl. 11:00 og mótið er formlega sett kl. 12:00. Fyrstu leikirnir eru kl. 13:00 og þeim síðustu lýkur 19:00. Hvert lið er þó aldrei lengur en 2,5 tíma á leikstað. Á laugardeginum leika liðin ýmist fyrir hádegi eða eftir hádegi og stundirnar sem ekki er verið að spila er hægt að nýta í sundferð o.fl. Mótinu lýkur svo á sunnudeginum, um morguninn eru spilaðir síðustu leikirnir og kl. 13:00 er verðlaunaafhending og mótsslit.

Haukar munu gista í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem er við Vesturgötu 120.

Ég ætlast til þess að allir foreldrar kíki inn á heimasíðu mótsins og kynni sér allt sem þar er að finna: http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/

Að auki vill ég taka nokkur atriði sérstaklega fram.
  • Allir strákarnir eiga að vera með foreldra eða forráðamann með sér í ferðina. Enginn kemur einn á mótið! Fararstjórarnir gista með strákunum í skólanum og sjá um að halda utan um hópinn á milli leikja og skipulagðra atburða en utan þess er ætlast til að forráðamenn stráksins séu með umsjón með honum.
  • Ég óska eftir því að sem flestir pabbar taki með sér sundskýlu á mótið svo að sundferðirnar geti gengið upp. Einhverjar mömmurnar hafa gefið sig fram til að vera á bakkanum en við þurfum nokkra pabba til að fara með í klefana.
  • Foreldrastjórnin mun núna í dag, þriðjudag, og á morgun hringja út í alla og upplýsa þá um hversu mikið viðkomandi strákur þarf að greiða fyrir mótið. Sumir eru jú búnir að safna vel í vetur og eiga jafnvel fyrir mótinu.
Strákunum er skipt upp í eftirfarandi lið:

A-lið B-lið
Andri Scheving Marteinn Víðir
Aron Atli Bergmann
Fannar Björnsson
Bjartur Snær Imsland Hilmar Smári
Karl Viðar Magnússon Ísak Jónsson
Orri Freyr Þorkelsson Þórir Jóhann Helgason
Ólafur Örn Gunnarsson Óskar Aron Ólafsson
Þórður Alex Markússon Daníel Freyr Ólafsson
Hilmar Dagbjartsson Magnus Stefánsson

Benedikt Einar

Sigurjón Unnar Ívarsson

C-lið D-lið
Karl Óskar
Bergur Ingi Ólafsson
Ýmir Kolka Júlíusson Haraldur Steinar
Símon Freyr
Jóhann Traustason
Sindri Snær Ragnar Ingi Sigfússon
Kristján Kári
Ólafur Atli
Egill Steinar
Rafael Ísak
Jóhannes Georg
Óliver Andri Gunnarsson
Þórir Eiðsson Adam Dagur Ólafsson
Natan Snær Bjarnason Mikael Alf Óttarsson
Magnús Dagur
Magnús Karl Reynisson

Engin ummæli: