Stóra mót ársins er framundan: Kaupþingsmótið á Akranesi 22.-24. júní. Mótið hefst um morguninn á föstudeginum 22. júní. Það er mæting hjá öllum þeim sem eru búnir að tilkynna þáttöku á mótið á Ásvelli kl. 08:00 og áætlað er að leggja af stað ekki seinna en 08:30. Vinsamlega mætið á réttum tíma því kl. 08:00 verður dreift út regngöllunum sem voru pantaðir fyrir mótið. Farið verður á einkabílum til Akraness.
Mótið hefst með skrúðgöngu liðanna kl. 11:00 og mótið er formlega sett kl. 12:00. Fyrstu leikirnir eru kl. 13:00 og þeim síðustu lýkur 19:00. Hvert lið er þó aldrei lengur en 2,5 tíma á leikstað. Á laugardeginum leika liðin ýmist fyrir hádegi eða eftir hádegi og stundirnar sem ekki er verið að spila er hægt að nýta í sundferð o.fl. Mótinu lýkur svo á sunnudeginum, um morguninn eru spilaðir síðustu leikirnir og kl. 13:00 er verðlaunaafhending og mótsslit.
Mótið hefst með skrúðgöngu liðanna kl. 11:00 og mótið er formlega sett kl. 12:00. Fyrstu leikirnir eru kl. 13:00 og þeim síðustu lýkur 19:00. Hvert lið er þó aldrei lengur en 2,5 tíma á leikstað. Á laugardeginum leika liðin ýmist fyrir hádegi eða eftir hádegi og stundirnar sem ekki er verið að spila er hægt að nýta í sundferð o.fl. Mótinu lýkur svo á sunnudeginum, um morguninn eru spilaðir síðustu leikirnir og kl. 13:00 er verðlaunaafhending og mótsslit.
Haukar munu gista í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem er við Vesturgötu 120.
Ég ætlast til þess að allir foreldrar kíki inn á heimasíðu mótsins og kynni sér allt sem þar er að finna: http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/
Að auki vill ég taka nokkur atriði sérstaklega fram.
- Allir strákarnir eiga að vera með foreldra eða forráðamann með sér í ferðina. Enginn kemur einn á mótið! Fararstjórarnir gista með strákunum í skólanum og sjá um að halda utan um hópinn á milli leikja og skipulagðra atburða en utan þess er ætlast til að forráðamenn stráksins séu með umsjón með honum.
- Ég óska eftir því að sem flestir pabbar taki með sér sundskýlu á mótið svo að sundferðirnar geti gengið upp. Einhverjar mömmurnar hafa gefið sig fram til að vera á bakkanum en við þurfum nokkra pabba til að fara með í klefana.
- Foreldrastjórnin mun núna í dag, þriðjudag, og á morgun hringja út í alla og upplýsa þá um hversu mikið viðkomandi strákur þarf að greiða fyrir mótið. Sumir eru jú búnir að safna vel í vetur og eiga jafnvel fyrir mótinu.
A-lið | B-lið |
Andri Scheving | Marteinn Víðir |
Aron Atli Bergmann | Fannar Björnsson |
Bjartur Snær Imsland | Hilmar Smári |
Karl Viðar Magnússon | Ísak Jónsson |
Orri Freyr Þorkelsson | Þórir Jóhann Helgason |
Ólafur Örn Gunnarsson | Óskar Aron Ólafsson |
Þórður Alex Markússon | Daníel Freyr Ólafsson |
Hilmar Dagbjartsson | Magnus Stefánsson |
Benedikt Einar | |
Sigurjón Unnar Ívarsson |
C-lið | D-lið |
Karl Óskar | Bergur Ingi Ólafsson |
Ýmir Kolka Júlíusson | Haraldur Steinar |
Símon Freyr | Jóhann Traustason |
Sindri Snær | Ragnar Ingi Sigfússon |
Kristján Kári | Ólafur Atli |
Egill Steinar | Rafael Ísak |
Jóhannes Georg | Óliver Andri Gunnarsson |
Þórir Eiðsson | Adam Dagur Ólafsson |
Natan Snær Bjarnason | Mikael Alf Óttarsson |
Magnús Dagur | Magnús Karl Reynisson |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli