fimmtudagur, september 20, 2007

Fréttir og upplýsingar

Æfingatafla 7.flokks karla verður framvegis svona:
  • Þriðjudagar innanhúss á Ásvöllum kl.17-18
  • Fimmtudagar innanhúss á Ásvöllum kl. 17-18
  • Laugardagar utanhúss á gervigrasinu á Ásvöllum 12-13
Til upplýsingar langar mig að koma eftirfarandi á framfæri:
  • Það er algengara hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu að 1. og 2. bekkur æfi tvisvar í viku en þrisvar í viku.
  • Í kafla 3 í handbókinni Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, sem heitir Umgjörð þjálfunar og keppni, stendur orðrétt:
    • Markmið
    • Íþróttaþjálfun barna og unglinga hafi eftirfarandi markmið:
    • a) 8 ára og yngri
      • Að auka hreyfiþroska
      • Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð
    • Leiðir
    • Stefnt verði að eftirfarandi leiðum að settum markmiðum
    • a) 8 ára og yngri:
      • Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
      • Að þjálfun fari fram í leikformi
      • Að æfingarnar séu skemmtilegar
      • Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku
      • Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildaskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.

föstudagur, september 14, 2007

Skyldumæting á Ásvelli á morgun

Á morgun leikur taka Haukar á móti Íslandsmeistaratitli fyrir sigur í 2. deild karla og verður eflaust mikið fjör á Ásvöllum. Síðasti leikurinn í mótinu verður á móti ÍR á morgun kl.14 á Ásvöllum. Haukar hafa þegar unnið deildinni svo að í lok leiks verður titilinn veittur og hvet ég allt Haukafólk til að mæta á staðinn til að taka þátt í gleðinni.

mánudagur, september 10, 2007

Fótboltaæfingar hjá 6.flokki

Haukar hafa ákveðið að bjóða strákum úr 7.flokki, sem mest erindi eiga í, að taka þátt á æfingu hjá 6.flokki karla á miðvikudögum kl. 17-18 úti á Ásvöllum. Frey Sverrisson, þjálfari 6.flokks, er undirbúinn að taka á móti yngri strákum á þá æfingu.

VINSAMLEGA ATHUGIÐ! Ef þið, foreldrar, eruð í einhverjum vafa um það hvort strákurinn ykkar eigi erindi á æfingar með eldri strákum, hafið þá fyrst samband við mig og ég mun ráðleggja ykkur hvað sé best að gera í stöðunni. Það er engum greiði gerður með því að senda einhvern á æfingar þar sem hæfileikar hans fá ekki að njóta sín og sjálfstraustið minnkar.

Allt snýst þetta um að finna hverjum og einum verkefni við hæfi!

sunnudagur, september 02, 2007

Árgangaskipti og ný æfingatafla

Þá er tímabilinu 2006-2007 formlega lokið, gamla eldra árið okkar (1999 módelin) gengið upp í 6.flokk og ýmsar aðrar breytingar framundan, sem eflaust einhverjir hafa heyrt eitthvað af.

Fyrst ber að nefna að ég, Kristján Ómar, hef látið af störfum og Ólafur Örn Oddsson er aftur taka við flokknum. Ég þakka fyrir árið og langar að nota tækifærið og hrósa bæði strákunum og foreldrum fyrir frábæran áhuga og þátttöku í öllu því sem lagt hefur verið út í. Ég hafði mjög gaman af því að þjálfa þennan flokk en eins og eflaust margir hafa tekið eftir að þá hefur verið erfitt að samræma hlutverk mín sem framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar, leikmaður meistaraflokks karla og svo þjálfari. Ég hef eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir árekstra og þakka þolinmæði allra hvað þetta varðar. En flokkurinn er nú í góðum höndum Óla Odds og ég skil sáttur og vona að sem flestir sem tengjast flokknum skilji sáttir við mig.

Boltadeildir Hauka hafa ákveðið að samræma og sameina upp að vissu marki þjálfun yngstu aldurshópanna í tilraunaverkefni sem gengst undir heitinu "Íþróttaskóli Hauka" og mun þjónusta strákum og stelpum fæddum 2000, 2001 og 2002.
  • Á mánudögum kl.17:00 er handboltaæfing fyrir stráka og stelpur.
  • Á þriðjudögum kl.17:00 er fótboltaæfing úti á gervigrasinu fyrir stráka.
  • Á miðvikudögum kl. 17:00 er körfuboltaæfing fyrir stráka og stelpur
  • Á fimmtudögum er sameiginleg æfing innanhúss á Ásvöllum kl. 17-18 fyrir alla á þessum aldri sem æfa hjá viðkomandi deildum. Á þessari æfingu verða þjálfararnir frá öllum deildum, sem eru allir þrautreyndir á þessu sviði, og leggja í grófum dráttum áherslu á almenna hreyfifæri/hreyfiþroska og tilfinningu fyrir bolta.
Skráning í bæði Íþróttaskólann og Íþróttaleikskólann (sem er fyrir 2003 módel og yngri) fer fram á www.haukar.is undir "Skráning á íþróttanámskeið". Athugið að þið sem voruð með barnið ykkar á æfingum í fyrra, greidduð æfingagjöld og eruð pottþétt á skrá hjá okkur, þurfið ekki að skrá ykkur aftur sérstaklega. Þið sem eruð óviss um hvort barnið sé komið á skrá hjá okkur skellið ykkur á skráningarsíðuna:

Smelltu hér til að skrá barnið þitt

Eins og einhverjir taka eftir þá eru þetta tvær æfingar á vegum fótboltans per viku í stað þriggja eins og var sl. vetur. Við að sjálfsögðu hvetjum fólk til þess að leyfa stráknum að prófa hinar æfingarnar á mánudögum og miðvikudögum, enda er fjölbreytni bara af hinu góðu, en þeir sem telja þessar tvær æfingar ekki fullnægja þörf stráksins fyrir íþróttir hafa þann valmöguleika að senda hann á eina fótboltaæfingu á viku hjá 6.flokki. Þetta á í flestum tilvikum meira við stráka á eldra árinu (2000 módelin). Ég set fljótlega inn hér á síðuna hvaða æfing það er sem stendur strákunum til boða.