fimmtudagur, september 20, 2007

Fréttir og upplýsingar

Æfingatafla 7.flokks karla verður framvegis svona:
  • Þriðjudagar innanhúss á Ásvöllum kl.17-18
  • Fimmtudagar innanhúss á Ásvöllum kl. 17-18
  • Laugardagar utanhúss á gervigrasinu á Ásvöllum 12-13
Til upplýsingar langar mig að koma eftirfarandi á framfæri:
  • Það er algengara hjá íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu að 1. og 2. bekkur æfi tvisvar í viku en þrisvar í viku.
  • Í kafla 3 í handbókinni Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, sem heitir Umgjörð þjálfunar og keppni, stendur orðrétt:
    • Markmið
    • Íþróttaþjálfun barna og unglinga hafi eftirfarandi markmið:
    • a) 8 ára og yngri
      • Að auka hreyfiþroska
      • Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð
    • Leiðir
    • Stefnt verði að eftirfarandi leiðum að settum markmiðum
    • a) 8 ára og yngri:
      • Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
      • Að þjálfun fari fram í leikformi
      • Að æfingarnar séu skemmtilegar
      • Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku
      • Að fjölgreinafélög sjái til þess að öll börn á þessum aldri hafi tækifæri til að stunda íþróttir með þessum hætti í ódeildaskiptum íþróttaskólum eða námskeiðum á vegum félaganna.

Engin ummæli: