miðvikudagur, apríl 29, 2009

Æfing og fleira

Æfingin í dag ( miðvikudag ) hefst kl 17:30 og munu strákarnir fá miða með sér heim með æfingatímum í Maí til skólaloka. Ásamt miða heim mun ég senda tölvupóst til foreldra svo að allt sé á hreinu.

Gaman hefur svo verið að sjá fjölgunina í flokknum í vetur. Þegar við byrjuðum í haust voru um 14-18 strákar að mæta en nuna eru tæplega 40 að mæta og er það frábært. Hrós til strákanna og foreldra.

kv Þjálfarar

Engin ummæli: