fimmtudagur, ágúst 20, 2009

Vikan 24 - 28.ágúst og fleira

- Sæl öllsömul Árni þjálfari hér. Þá eru skólarnir að fara að byrja og morgunnæfingar hætta því um leið. Næsta vika 24 - 28.ágúst verður þannig að æfingar verða á mánudag kl 16:30 - 17:30 , þriðjudag 15:30 - 16:30 og fimmtudag 16:30 -17:30.

- Það voru nokkrir sem skiluðu aukaæfingadagbókinni í dag ( fimmtudag ) og mun ég því draga út smá verðlaun á næstu æfingu ( mánudag). Og í pottinum verða þeir sem skiluðu blaðinu.



- Svo minni ég á að halda áfram að skrá ykkar dreng á Álftanesmótið sem verður laugardaginn 29.ágúst á Álftarnesi. Þið skráið hann með því að send póst á þetta póstfang : arnihh@gmail.com. Meiri upplýsingar verða svo sendar út rétt fyrir mót. En því fyrr sem þið skráið ykkar strák því betra.

kv Þjálfarar

Engin ummæli: