laugardagur, nóvember 21, 2009

Fjör í dag í Grindavík

Það voru rúmlega 40 strákar sem fóru og spiluðu við Grindavík í dag í glæsilega húsinu þeirra í Grindavík. Mörg mörk voru skoruð og fengu allir að spila. Stefnt er að spila annan leik í desember áður en farið verður í jólafrí og mun það verða kynnt þegar nær dregur.

Það er svo frí í fyrramálið á æfingunni í Risanum og er næsta æfing á miðvikudag.

mánudagur, nóvember 16, 2009

Leikir gegn Grindavík á laugardag

Næsta laugardag 21.nóvember spilum við gegn Grindavík í innanhúshöllinni þeirra í Grindavík. Eins og fyrr segir verður keppt á gervigrasi sem er yfirbyggt. Mæting hjá strákunum er kl 14:40 í Grindavík og verða þeir settir í lið og fá búninga á staðnum. Keppnin hefst kl 15:00 og lýkur um 17:00.

Strákarnir fá svo einnig miða á æfingu á miðvikudag.

kv Þjálfarar