föstudagur, apríl 09, 2010

Vormót ÍR og æfingar um helgina

Á sumardaginn fyrsta eða þann 22.apríl förum við á Vormót ÍR á gervigrasinu í neðra Breiðholti. Við stefnum á að vera með 5 lið.

Þeir sem ætla taka þátt í mótinu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sinn dreng með því að senda tölvupóst á Hilmar þjálfara : hilmar@raggoz.com. Gott er að klára að skrá strákana sem fyrst svo hægt sé að skipta hópnum í lið tímalega.


Núna um helgina eru æfingar hjá strákunum kl 11:30 á laugardag á Ásvöllum og kl 10:00 í Risanum á sunnudag.

Engin ummæli: