sunnudagur, júní 27, 2010

Ný tímasetning á æfingum en sömu dagar

Æfingatímar breytast frá og með mánudeginum 28.júní en það verða sömu dagar þ.e mánudagar ,miðvikudagar og fimmtudagar.

Nýju tímasetningarnar verða 16:30 -17:30 þessa þrjá daga.


kv Þjálfarar

sunnudagur, júní 20, 2010

Frí á morgunn á æfingu

Eftir skemmtilega helgi á Skaganum verður frí á morgunn ( mánudag) á æfingu. Næsta æfing verður á miðvikudag.

kv Þjálfarar

laugardagur, júní 19, 2010

Sunnudagur

LEIKIR Á SUNNUDEGI 20.JÚNÍ.

Lið 1 kl 09:00 á velli 6

Lið 2 kl 09:00 á velli 9

Lið 3 kl 10:00 á velli 14

Lið 4 kl 09:30 á velli 17

Lið 5 kl 10:00 á velli 2'


Mæta 10 mín fyrir leik

föstudagur, júní 18, 2010

LAUGARDAGUR

LEIKIR Á LAUGARDAG:

Lið 1 kl 09:00 á velli 4

Lið 2 kl 09:00 á velli 10

Lið 3 kl 13:00 á velli 14

Lið 4 kl 09:30 á velli 17

Lið 5 kl 13:00 á velli 3


kv Þjálfarar

fimmtudagur, júní 17, 2010

Leikjaplan á föstudegi á Skaganum og Tjaldsvæði

Búið er að opna tjaldsvæðin fyrir þá sem vilja vera í tjaldi og heitir staðurinn KÚTTERSFLÖT.

Föstudagur: Lið 1: Haukar - Víkingur völlur 8 kl 13:30
Haukar - Fram völlur 6 kl 14:30
Haukar - ÍA völlur 8 kl 15:30 RIÐILL F

Föstudagur: Lið 2: Haukar - ÍA völlur 10 kl 16:30
Haukar - Keflavík völlur 9 kl 17:30
Haukar Breiðablik völlur 10 kl 18:30 RIÐILL O

Föstudagur: Lið 3: Haukar - Víkingur völlur 15 kl 16:30
Haukar - Breiðablik völlur 15 kl 17:30
Haukar - Sefoss völlur 7 kl 18:30 RIÐILL U

Föstudagur: Lið 4: Haukar - Valur völlur 1 kl 16:00
Haukar - Fylkir völlur 1 kl 17:00
Haukar - Breiðablik völlur 17 kl 18:00 RIÐILL J

Föstudagur: Lið 5: Haukar - Fylkir völlur 3 kl 13:30
Haukar - Fram völlur 16 kl 14:30
Haukar - Valur völlur 16 kl 15:30 RIÐIL S

miðvikudagur, júní 16, 2010

Akranes og hóparnir

Jæja þá eru liðin komin og ef einhver er ekki á listanum en er að fara á mótið á viðkomandi að hafa samband við þjálfara sem fyrst.

ATH MÆTING Á FÖSTUDAG KL 11:00 Í SKRÚÐGÖNGU HJÁ BÆJARSKRIFSTOFUNUM Á AKRANESI.

MÆTA Í HAUKABÚNING.

Svo vantar en hópstjóra fyrir hvern hóp og ef einhver hefur áhuga þarf hann að hafa smband við Hilmar Þjálfara með tölvupósti hilmar@raggoz.com. Þetta er bara að halda utan um hópinn meðan leikjum stendur því eftir leikina eru strákarnir hjá foreldrum sínum.

Reynt er að láta strákanna fá verkefni við hæfi þega valið er í hópanna en ef einhver hefur einhverjar spurningar um hópanna getur viðkomandi haft samband við þjálfara.


Lið 1:

Sveinn Ari
Elvar Árni
Bjarki Snær
Tryggvi Elías
Guðmundur Bragi
Bjarki Bryjarsson
Elvar Aron
Ísak Helgi
Lið 2
Hrafnkell
Mikael Viktor
Krisófer Jóns
Hinrik Leonhard
Hallur Húni
Erik
Örn ísak
Einar Ágúst
Lið 3
Oliver
Árni Snær
Baldur Örn
Matthías Máni
Mikael Andri
Anton K
Sævar
Þórarinn Búi
Páll
Lið 4
Ágúst Goði
Halfdán Daði
Þórður
Jón Ingi
Jón Bjarni
Stefán
Andri Freyr
Árni Snær
Lið 5
Kristófer Kári
Þráinn
Elías
Þorsteinn Emil
Andri Fannar
Stefán Foelsce
Daníel Ingvar
Hinrik Veigar

þriðjudagur, júní 15, 2010

17.júní

Sælir foreldrar


Þann 17.júní munu strákarnir í 7.flokki keppa við nágranna okkar í FH á Víðistaðartúni.

Þetta er árlegur viðburður en ástæðan fyrir því að fyrirvarinn er svona stuttur er sá að það var bara verið að negla tímasetninguna niður.

Allir fá að spila í það minnsta einn leik.

Strákarnir á eldra ári eiga að mæta klukkan 10.40 og keppa þeir í ca. klukkutíma milli klukkan 11-12.

Strákarnir á yngra ári eiga að mæta klukkan 11.40 og keppa þeir í ca. klukkutíma milli klukkan 12-13.

Allir strákarnir fá svo verðlaunapening fyrir þátttökuna.

Gott er að strákarnir mæti í keppnisbúningunum sínum en ef það er ekki hægt þá verðum við með nokkra búninga sem hægt er að nota ef þarf.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.


ATH. þið þurfið ekki að senda mér póst um hvort strákurinn ykkar kemur eða ekki.


P.S. Á morgun munum við svo setja inn upplýsingar varðandi liðin á Akranesmótinu og hvenær mæting er hjá strákunum upp á Skaga á föstudaginn



Kveðja

Þjálfarar.

fimmtudagur, júní 10, 2010

Akranesmót 18-20 júní

Sælir kæru foreldrar ( gott að lesa ALLT HÉR FYRIR NEÐAN)

Allir hittast kl 10:50 uppá Akranesi á föstudeginum til að fara í skrúðgönguna.

-Kostnaður vegna Norðurálsmótsins er kr. 10.000,- pr.keppanda. Flestir eru búnir að greiða staðfestingargjaldið ( 1500 kr).
Innifalið í verði: kvöldverður á föstudag, morgun-, hádegis- og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, sundmiðar, kvöldskemmtun o.fl.

-Frítt verður fyrir einn fylgdarmann með hverju liði frá hverju félagi. Ef lið óska eftir að fá auka armbönd fyrir fylgdarmenn liðanna, þá verður hægt að kaupa auka armbönd á 4.500 kr. stk. við skráningu liða í upphafi móts.

-Greiðsla á þátttökugjaldi þarf að fara fram í síðasta lagi við afhendu armbanda á fararstjórafundi á föstudagsmorgni. Til að flýta fyrir þá er gott ef búið er að leggja upphæðina inn á reikning (sama reikning og fyrir staðfestingargjöld) og framvísa kvittun (t.d. útprentun úr heimabanka). MUNA AÐ SETJA NAFN DRENGS VIÐ GREIÐSLU.


-ATH Verið er að setja liðin saman en það hefur gengið hægt vegna þess að nöfn drengjanna koma sjaldan fram við greiðslu á staðfestingargjaldi þannig að við erum að reyna að finna út hverjir eru búinir að skrá sinn strák. EF ÞAÐ ERU EINHVERJIR SEM EIGA EFTIR AÐ SKRÁ SINN STRÁK EIGA ÞEIR AÐ HAFA SAMBAND VIÐ ÞJÁLFARA. Liðin koma inná bloggsíðuna: www.7flokkur.blogspot.com strax og þau eru klár.

Að lokum óskum við eftir hópstjórum sem fylgja liðum í leiki, í mat og á skemmtun o.s.f.v meðan á leikjum stendur. Frábært væri að a.m.k 2 hópstjórar fylgdu hverju liði en fleiri eru að sjálfsögðu velkomnir. ÁHUGASAMIR HAFI SAMBAND VIÐ ÞJÁLFARA.

Búið er að taka 30 tjaldpláss frá fyrir Hauka.


NORÐURÁLSMÓT 2010 - UPPLÝSINGABLAÐ

MIKILVÆGAST
Norðurálsmótið er mót fyrir byrjendur. Keppendur eru byrjendur, foreldrar eru byrjendur og
dómarar eru líka byrjendur. Tökum tillit til þess.
Byrjendur þurfa að fá að læra af mistökum. Hjálpumst að, þá gengur allt betur.
Föstudagur er notaður til að getuskipta liðum fyrir keppni á laugardegi og sunnudegi.
Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar verða að fylgjast vel með skráningu úrslita á föstudegi.
Niðurröðun fyrir laugardag og sunnudag byggir á úrslitum föstudags. Úrslitin verða að vera
rétt skráð.
Þeir sem lenda í 1. og 2. sæti á föstudegi spila frá 13:00-17:00 á laugardegi. Þeir sem lenda í
3. og 4. sæti á föstudegi spila frá 9:00-13:00 á laugardegi og síðan spila allir á sunndag kl.
9:00-11:00.

DAGSKRÁ – drög

Föstudagur 18.júní
07:30 Mæting á gististaði
10.30 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð
11.00 Mæting í skrúðgöngu hjá Bæjarskrifstofum.
11.15 Skrúðganga frá Bæjarskrifstofum að Akraneshöll
12.00 Mótssetning í Akraneshöll
13.00 Keppni í Norðurálsmóti hefst
19.00 Keppni dagsins lýkur
22.30 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð
Laugardagur 19.júní
09.00 Keppni 2.mótdagsins hefst
17.00 Keppni dagsins lýkur
20:00 Kvöldskemmtun inn í Akraneshöll
21.30 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð
22.00 Foreldrakaffi í íþróttasal, í boði foreldra KFÍA
Sunnudagur 20.júní
09.00 Síðasta umferð allra deilda hefst
11.00 Keppni dagsins lýkur
13:00 Verðlaunaafhending og mótsslit í Akraneshöll

HUGARFAR

Fótbolti er skemmtun.
Þessi skemmtun skiptir okkur öll máli. Það er sérstök ánægja að geta boðið leikmönnum
ykkar að leika gegn liðum frá hinum ýmsu stöðum af landinu. Kennið leikmönnum að
endurspegla þessa ánægju í leik og framkomu á Norðurálsmótinu, félagi sínu til framdráttar.
Leikmönnum skal kennt að virða ákvörðun dómara án spurninga eða athugasemda. Þetta skal
einnig brýna fyrir foreldrum og öðrum aðstandendum liðanna.
Þjálfarar skulu alltaf styðja úrskurði dómara leiksins, hvort sem þeir eru réttir eða rangir.
Þjálfarar og foreldrar skulu aldrei efast um hæfni dómarans svo leikmenn heyri til.
Dómgæslu er hægt að ræða á kvöldfundum með þjálfurum og mótshöldurum.
Stundvísi er viðhöfð á Norðurálsmótinu.
Foreldrar og stuðningsmenn liða endurspegla þann anda sem er í hverju félagi. Verum okkar
félagi til sóma.
Norðurálsmótið hefur sínar ákveðnu reglur í leik og umgengni. Engu að síður, þá hefur hvert
lið sinn rétt til þess að kvarta og gera athugasemdir við framkvæmd mótsins eða hluta þess.
Þetta er réttur hvers félags. Ef þú þarft að nota þennan rétt, gerðu það við réttan aðila. Segðu
rétt frá, rólega og virtu ákvörðun mótshaldara, hver svo sem hún verður.
Við skulum koma fram fyrir hönd okkar félags með stolti og virðingu sem verður félagi
okkar til framdráttar. Allir með í öllum leikjum.

MÓTSREGLUR

1. Leiktími er 2 x 12 mínútur.
2. Í leikjum er aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk.
3. Ef að lið eru jöfn að stigum þá ræður markamunur. Ef að markamunur er jafn þá ræður
innbyrðis leikur liðanna. Ef að sá leikur er jafn þá eru þeir hærri sem að hafa fengið færri
mörk á sig. Ef það er einnig jafnt þá ræður hlutkesti.
4. Þjálfurum er óheimilt að færa leikmenn á milli liða.
5. Ef tæpt er á mannskap og nauðsynlegt þykir að færa leikmenn á milli liða þá skal
sérstaklega sækja um það til mótsstjórnar.
6. Dómari hefur rétt til að fara fram á það við þjálfara að leikmaður sé tekinn af velli ef hann
gerist sekur um gróft brot. Annar leikmaður skal þó koma inn á.
7. Við hliðarlínu skulu eigi aðrir vera staðsettir en varamenn, þjálfari og einn fararstjóri.
Aðrir skulu vera fjær, nánar tiltekið fyrir aftan mörkin utan merktrar línu.
8. Dómari hefur rétt til að stöðva leikinn en láta klukkuna ganga telji hann að áhorfendur,
þjálfarar eða varamenn brjóti reglu númer 7 eða séu uppvísir að ósæmilegri hegðun. Til
ósæmilegrar hegðunar telst t.d. óviðeigandi hróp og köll.
9. Góð umgengni er öllum til sóma - verum okkar liðum til sóma.
10. Allir mæta í góðu skapi


FARARSTJÓRAR

Móttaka þátttökugjalda og afhending armbanda verður í bikarherbergi
Íþróttamiðstöðvarinnar föstudaginn milli kl. 12:30 og 14:30.
Fararstjórafundir verða haldnir í sal á efri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar föstudag kl. 10:30,
föstudagskvöld kl. 22:30 og laugardag kl. 21:30. Gengið er inn að sunnanverðu frá
aðalleikvangi.
ALLIR óskilamunir verða settir í Íþróttasal.
Úrslit leikja og skipulag eru birt í glugga á mótshúsi á vallarsvæðinu.
Mikilvægt er að allir í hverju liði mæti saman í mat.
Liðstjórar verða að fylgjast mjög vel með skráningu úrslita á föstudegi og tilkynna strax ef
skráning úrslita er röng.


STRÆTÓ

Á laugardegi og sunnudegi gengur strætó beina leið á milli mótssvæðis og Vesturgötusvæðis
(Brekkubæjarskóli og íþróttahús) eftir þörfum.
Á föstudegi gengur hann skv. venjubundinni áætlun sinni um bæinn. Hann stoppar við
Íþróttamiðstöð 12 mín yfir heilan og hálfan tíma og við Brekkubæjarskóla 26 mín yfir heilan
og hálfan tíma. Frítt er í strætó alla helgina.

MATSALIR

Matur fyrir þáttakendur er framreiddur í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar (og morgunverður í
Brekkubæjarskóla). Gengið er inn í Íþróttamiðstöðina að norðanverðu.


FYRIR FJÖLSKYLDUR

TJALDSTÆÐI

Opinbert tjaldstæði Akranesbæjar með allri þjónustu er staðsett vestan til í bænum, rétt hjá
bensínstöðinni olís.
Tjaldstæði fyrir fjölskyldur keppenda er á grasflötum norðan og austan keppendasvæðið.
Tjaldstæðið opnar kl. 18:00 á miðvikudeginum 16.júní. Þarna verður sett upp snyrtiaðstaða
eða kamrar og útiþvottaaðstaða. Ekki er rafmagn á tjaldstæðinu.
Verð fyrir dvöl á tjaldsvæði mótsins er 3000 kr. á hvern ferðavagn (tjald/hjólhýsi/fellihýsi/
húsbíl).
Ekki er heimilt að tjalda á lóðinni við Grundaskóla.
Veitingasala er í Safnaskálanum við Byggðasafnið, og á golfvellinum.
Vinsamleg tilmæli eru svo um að gestir á tjaldsvæði virði almennar umgengisreglur og njóti
þess að eyða helginni í faðmi fjölskyldunnar og fylgjast með keppni barna sinna án neyslu
áfengis.

MATUR

Hægt er að kaupa matarpakka sem gildir í morgunmat, hádegismat og kvöldmat á meðan
móti stendur. Matarpakkinn kostar 4.000 kr.og fyrir börn 3.000 kr.
Foreldrar geta einnig keypt staka matarmiða og er verð þeirra sem hér segir: Morgunverður:
600 kr., Hádegis- og kvöldverður: 1000 kr. fyrir börn : 700 kr.
Matarmiðar og -pakkar eru seldir í matsal á matartímum.
Grillveisla fyrir þátttakendur verður við Grundaskóla sunnudaginn kl. 11:00 - 13:00.
Foreldrar eru velkomnir og geta keypt miða í grillveisluna sem kostar 600 kr. Miðar eru
seldir í sölutjaldi.
Foreldrakaffi: Foreldrar allra karla og kvennaflokka ÍA sameinast um að bjóða öllum
foreldrum þátttakenda til kaffi- og kökuveislu laugardagskvöldið kl. 22:00. Foreldrakaffið
verður í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar.
Kaffið er eingöngu fyrir foreldra!

BÍLASTÆÐI

Bílastæði verða við Íþróttamiðstöðina og á tjaldsvæðum. Ekki er heimilt að leggja bílum á
grasið við keppnisvelli, nota skal stæðin við íþróttamiðstöð.
Akbrautin norðan við keppnisvelli verður lokuð fyrir umferð á meðan á móti stendur, utan
þjónustubíla mótsins.

UMGENGNI

Reyklaust svæði: Keppnissvæði og gististaðir þátttakenda eru algjörlega reyklaus. Eru
foreldrar vinsamlegast beðnir um að virða það.A

sunnudagur, júní 06, 2010

Sumartímar

Sumaræfingar byrja á morgunn, mánudag, og er æfingataflan hér til hliðar á síðunni.

Svo minnum við á boltastrákanna fyrir mfl leikinn á morgunn þar sem mæting er kl 18:45 í Valsheimilið.


Sjáumst á æfingu kl 12:30 á morgunn

þriðjudagur, júní 01, 2010

Æfing og foreldrafundur

Á morgunn ( miðvikudag ) 2.júní verður æfing hjá strákunum kl 16:30. '+

Svo um kvöldið er fundur um Akranesmótið kl 19:00 á efri hæðinni á Ásvöllum og er MIKILVÆGT að a.m.k eitt foreldri frá hverjum dreng sjái sér fært að mæta.


kv Þjálfarar og foreldrastjórn