þriðjudagur, júní 15, 2010

17.júní

Sælir foreldrar


Þann 17.júní munu strákarnir í 7.flokki keppa við nágranna okkar í FH á Víðistaðartúni.

Þetta er árlegur viðburður en ástæðan fyrir því að fyrirvarinn er svona stuttur er sá að það var bara verið að negla tímasetninguna niður.

Allir fá að spila í það minnsta einn leik.

Strákarnir á eldra ári eiga að mæta klukkan 10.40 og keppa þeir í ca. klukkutíma milli klukkan 11-12.

Strákarnir á yngra ári eiga að mæta klukkan 11.40 og keppa þeir í ca. klukkutíma milli klukkan 12-13.

Allir strákarnir fá svo verðlaunapening fyrir þátttökuna.

Gott er að strákarnir mæti í keppnisbúningunum sínum en ef það er ekki hægt þá verðum við með nokkra búninga sem hægt er að nota ef þarf.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.


ATH. þið þurfið ekki að senda mér póst um hvort strákurinn ykkar kemur eða ekki.


P.S. Á morgun munum við svo setja inn upplýsingar varðandi liðin á Akranesmótinu og hvenær mæting er hjá strákunum upp á Skaga á föstudaginn



Kveðja

Þjálfarar.

Engin ummæli: