fimmtudagur, ágúst 26, 2010

LAUGARDAGURINN

Því miður fellur Álftanesmótið niður í sinni upprunalegu mynd þetta sumarið. Það er ekkert sem við þjálfararnir getum í því gert en þessar upplýsingar fengum við seint í gær frá mótshöldurum á Álftanesi. Mikið af öðrum liðum voru að draga sig úr keppni og voru jafnvel hætt með æfingar fyrir sína flokka þetta sumarið.

EN í staðinn mætum við samt út á Álftanes á laugardag kl 11:00 þar sem strákarnir spila nokkra æfingaleiki við Álftanes og ÍBV. Að því loknu fá strákarnir frítt í sund og ís eftir leikina. Það kostar ekkert að taka þátt.

Gert er ráð fyrir að leikirnir hefjist kl 11:30 og þetta standi yfir í ca 2 klst.

ALLIR STRÁKARNIR EIGA AÐ MÆTA Á SAMA TÍMA ( KL 11:00) OG VERÐUR SKIPT Í LIÐ Á STAÐNUM.



Æfingatímar haldast óbreyttir út næstu viku en vetrartímar og flokkaskipti byrja eftir aðra helgi. Nánari upplýsingar koma inn í næstu viku.


TIL GAMANS MÁ GETA AÐ MEISTARAFLOKKUR KARLA ER AÐ KEPPA GEGN KEFLAVÍK SEINNA UM DAGINN Á VODAFONEVELLINUM KL 16:00 OG ER TILVALIÐ AÐ KÍKJA Á VÖLLINN.

Engin ummæli: