föstudagur, janúar 28, 2011

Æfingagjöld rukkuð að fullu

Kæru foreldrar/forráðamenn


Hafnarfjarðarbær hefur boðað lækkun á niðurgreiðslu æfingagjalda 16 ára og yngri fyrir árið 2011. Þar sem Hafnarfjarðarbær hefur ekki skilað frá sér hversu stór hluti skerðingin er þá sjáum við okkur ekki fært á öðru en að innheimta full æfingagjöld fyrir vorönn 2011. Okkur þykir miður að fara þessa leið en teljum það óhjákvæmilegt miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag.


Hægt verður að skipta greiðslum í allt að 6 mánuði með því að hafa samband við íþróttastjóra félagsins á gudbjorg@haukar.is eða í s: 525-8702.


Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að leita til bæjarins með endurgreiðslu.
Við getum því miður ekki sagt til um hvenær endurgreiðslur verða þar sem greiðslur til okkar hafa dregist verulega.


Við viljum hvetja forelda til að nýta sér íbúagáttina sem er opin frá 1.-15. feb. samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum í dag. Einnig viljum við benda á að einungis þeir sem sækja um á íbúagáttinni eiga rétt á niðurgreiðslum.

Með von um jákvæða samvinnu,

_____________________________________
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

föstudagur, janúar 21, 2011

Njarðvíkurmót 23.janúar

Sælir foreldrar

Þá er komið að næsta móti sem verður á sunnudaginn. Við viljum minna ykkur á að þátttaka á mótinu er 1.300 kr.(Reyna að koma með akkúrat svo við lendum ekki í veseni með að skipta) fyrir hvern strák. Best er að þið borgið okkur þjálfurunum um leið og þið mætið með strákinn og við sjáum svo um að koma peningunum til mótshaldara.

Liðin eru hér að neðan og mæta þau á mismunandi tímum en hvert lið spilar 5 leiki og má gera ráð fyrir að hvert lið spili leikina sína á ca. 2 tímum. Viljum við einnig biðja ykkur um að mæta tímanlega.

Víkingadeild - Lið 1 – Mæting Kl: 08:45 við völl númer 4

Mímir Máni

Auðunn Hartmannsson

Tómas Anulis

Róbert Bjarni

Arnór Elís

Steinn Snorri

Daníel Lúkas

Össur Haraldsson

Sölvi Reyr Magnússon

Víkingadeild - Lið 2 – Mæting Kl: 08:45 við völl númer 4

Halldór Óskar

Kristján Logi

Tómas Hugi

Victor Freyr

Jón Gunnar

Eiður Aron

Bragi Strand

Mikeal Björn

Þór Leví

Sigurður Snær


Stapadeildin Mæting: Kl: 11:00 við völl Nr. 4

Úlfar Örn

Patrik Snæland

Björn Matthías

Elías Hrafn

Daníel Vignir

Þorsteinn Emil

Aron Axel

Kristófer Kári

Bóas

Lórenz Þór


Reykjanesdeildin – Mæting: Kl: 12:45 við völl nr. 4

Breki Már

Þórður Andri

Mikael Andri

Daníel Ingvar

Jón Bjarni

Andri Fannar

Þráinn Leó

Rökkvi Rafn

Ágúst Goði

Ásgeir Bragi


Eldeyjardeildin – Mæting: Kl: 14:30 við völl nr. 3

Kristófer Jóns

Baldur Örn

Hallur Húni

Arngrímur Esra

Óliver Steinar

Árni Snær

Anton Karl

Andri Freyr

Matthías Máni

miðvikudagur, janúar 19, 2011

Sælir foreldrar

Fjölgreinaæfingin sem á að vera á morgun fimmtudaginn 20.janúar fellur niður vegna þess að salurinn er upptekinn. Þetta á bara við um þennan eina fimmtudag.

kveðja
Þjálfarar

mánudagur, janúar 03, 2011

Æfingar hefjast miðvikudaginn 12.janúar

Sælir foreldrar

Gleðilegt nýtt ár og við vonum að allir hafi haft það gott um jólin.
Viljum byrja á því að þakka öllum sem mættu á mótið í Fífunni fyrir, vona að allir sem mættu hafi skemmt sér vel.
Heyrði að það væru einhverjir að misskilja það þegar ég setti hér inn á bloggið um daginn að það yrði ekki farið á Skagamótið (haustmót sem við ætluðum að reyna að fara á í nóvember) en það verður að sjálfsögðu farið á Norðurálsmótið uppi á Akranesi í júní:)
Æfingarnar hjá strákunum hefjast aftur miðvikudaginn 12.janúar kl: 17.30-18.30 á gervigrasinu
Við erum svo á leiðinni á Njarðvíkurmótið sem haldið er í Reykjaneshöllinni en allar frekari upplýsingar um það mót eru hér að neðan.
Ég ætla að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á það mót með því að senda mail á póstfangið hilmar@raggoz.com með upplýsingum um nafn stráksins og hvort hann sé á eldra ári (fæddur 2003) eða yngra ári (fæddur 2004)

Njarðvíkurmótið er haldið í Reykjaneshöll sunnudaginn 23.janúar.
Mótstími: kl. 08.00-16.00 (fer eftir því í hvaða liði strákurinn er í, hvenær yfir daginn hann spilar) reiknað með að hvert lið klári sína þátttöku á 2 klukkustundum. s.s. spili frá kl. 08.00-10.00, 10.00-12.00, 12.00-14.00 eða 14.00-16.00.
Pizzuveisla og verðlaunapengingur fyrir alla í mótslok.
Mótsgjald er 1.300 kr fyrir hvern strák.

Frekari upplýsingar um hvernig skipt er í lið og hvenær hvert lið spilar verða svo settar hér inn á síðnuna í seinasta lagi laugardaginn 22.janúar (reynum að setja þær inn eins fljótt og við getum)

kveðja
Þjálfarar