mánudagur, janúar 03, 2011

Æfingar hefjast miðvikudaginn 12.janúar

Sælir foreldrar

Gleðilegt nýtt ár og við vonum að allir hafi haft það gott um jólin.
Viljum byrja á því að þakka öllum sem mættu á mótið í Fífunni fyrir, vona að allir sem mættu hafi skemmt sér vel.
Heyrði að það væru einhverjir að misskilja það þegar ég setti hér inn á bloggið um daginn að það yrði ekki farið á Skagamótið (haustmót sem við ætluðum að reyna að fara á í nóvember) en það verður að sjálfsögðu farið á Norðurálsmótið uppi á Akranesi í júní:)
Æfingarnar hjá strákunum hefjast aftur miðvikudaginn 12.janúar kl: 17.30-18.30 á gervigrasinu
Við erum svo á leiðinni á Njarðvíkurmótið sem haldið er í Reykjaneshöllinni en allar frekari upplýsingar um það mót eru hér að neðan.
Ég ætla að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á það mót með því að senda mail á póstfangið hilmar@raggoz.com með upplýsingum um nafn stráksins og hvort hann sé á eldra ári (fæddur 2003) eða yngra ári (fæddur 2004)

Njarðvíkurmótið er haldið í Reykjaneshöll sunnudaginn 23.janúar.
Mótstími: kl. 08.00-16.00 (fer eftir því í hvaða liði strákurinn er í, hvenær yfir daginn hann spilar) reiknað með að hvert lið klári sína þátttöku á 2 klukkustundum. s.s. spili frá kl. 08.00-10.00, 10.00-12.00, 12.00-14.00 eða 14.00-16.00.
Pizzuveisla og verðlaunapengingur fyrir alla í mótslok.
Mótsgjald er 1.300 kr fyrir hvern strák.

Frekari upplýsingar um hvernig skipt er í lið og hvenær hvert lið spilar verða svo settar hér inn á síðnuna í seinasta lagi laugardaginn 22.janúar (reynum að setja þær inn eins fljótt og við getum)

kveðja
Þjálfarar



Engin ummæli: