Kæru forráðamenn
Ég vil byrja á því að þakka þær viðtökur sem nýja skráningarkerfið okkar hefur fengið og þakka þeim sem eru búnir að ganga frá skráningu og gjöldum fyrir tímabilið 2011-2012.
Frestur til að ganga frá skráningu og æfingagjöldum er 1. október.
Þeir sem hafa kredikort geta klárað skráningar og greiðslu á heimasíðunni haukar.is.
Þeir sem vilja greiðsluseðla þurfa að skrá iðkendur á heimasíðunni og hafa síðan samband við mig í s: 525-8702 eða á gudbjorg@haukar.is. Þá sendið þið mér eftirfarandi upplýsingar:
1. Kennitölu iðkanda
2. Íþróttagrein og flokk
3. Nafn og kennitölu greiðanda
4. Á að skipta greiðslu?
5. Innleggsreikning fyrir endurgreiðsluna
Með íþróttakveðju, Guðbjörg íþróttastjóri
Engin ummæli:
Skrifa ummæli