föstudagur, september 09, 2011

Póstföng og seinasti heimaleikur m.fl. þetta sumarið

Sælir foreldrar
Eins og fram kom á fundinum í gær þá ætla ég að búa til nýjan póstlista fyrir flokkinn. Mikilvægt er að þið foreldrar strákanna sendið mér ykkar e-mail á hilmar@raggoz.com svo að þið fáið upplýsingar sendar til ykkar þegar eitthvað er um að vera. Sendiði mér endilega póstföng hjá báðum foreldrum.

Eins vil ég minna ykkur á að á morgun laugardaginn 10.sept verður seinasta heimaleikur Hauka þetta sumarið þegar Þróttur Rvk. kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Viljum við þjálfararnir hvetja ykkur til að mæta með strákana ykkar á völlinn. Á meðan ég verð inni á vellinum að spila þá verður Simmi uppi í stúku og heldur stemmningunni uppi auk þess sem hann verður með skemmtiatriði í hálfleik.

kveðja
Þjálfarar

Engin ummæli: