Seinasta æfing fyrir jólafrí verður fjölgreinaæfingin á fimmtudaginn í næstu viku 15.desember.
Fyrsta æfing eftir jólafrí verður svo miðvikudaginn 11.janúar.
Eins og staðan er í dag göngum við út frá því að æfingatímarnir verði óbreyttir en ég geri alveg eins ráð fyrir því að einhver breyting verði þar á. Upplýsingar um breytingar ef þær verða koma strax eftir áramót.
Við þjálfararnir erum búnir að skrá strákana á Njarðvíkurmótið sem haldið verður í Reykjaneshöllinni Sunnudaginn 15.janúar.
Mótið stendur yfir frá klukkan 09.00-17.00 en hvert lið klárar sína leiki á tveimur klukkustundum. Við erum ekki komnir með neinar upplýsingar um hvenær hvert lið á að keppa. Liðin geta lent í því að spila frá 09.00-11.00, 11.00-13.00, 13.00-15.00 eða 15.00-17.00.
Þátttökugjald fyrir hvern einstakling er 1.500kr og innifalið í því eru leikir liðsins, pizzuveisla og verðlaunapeningur. Við viljum biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar með því að senda mail á hilmar@raggoz.com með upplýsingum um nafn stráksins.
kveðja
þjálfarar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli