Sælir foreldrar
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem mættu á foreldrafundinn fyrir að hafa mætt.
Ég var búinn að lofa þeim sem mættu ekki að skrifa niður nokkra punkta um það helsta sem fram fór á fundinum.
* Norðurálsmótið:
Nú þegar hafa 28 strákar skráð sig á Norðurálsmótið og af þeim hafa 27 borgað skráningargjaldið 2.000kr.
Ég er búinn að skrá fjögur lið til leiks og höfum við nú þegar fengið staðfestingu á að þessi fjögur lið fá að taka þátt í mótinu.
Ef það eru einhverjir sem eiga ennþá eftir að skrá strákinn sinn og greiða skráningargjaldið þá endilega drífa í því. Leggja inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)
Við stefnum ennþá á að fara með fimm lið á mótið og það er ennþá möguleiki að bæta við liði eins og staðan er í dag en maður veit aldrei hvenær það fyllist í mótið.
* Stofnun bankareiknings: Það þarf að stofa aðalreikning í Landsbankanum fyrir yngra árið, samskonar reikning og stofnaður var fyrir eldra árið í fyrra og Þórir heldur utan um. Síðan stofna allir foreldrar strákanna á yngra ári einkareikning fyrir sinn strák sem tengist þessum reikning og hægt er að notast við varðandi fjáraflanir. Þeir strákar á eldra ári sem ekki hafa stofnað einkareikning geta væntanlega tengst þeim reikning sem Þórir heldur utan um.
* Varðandi fjáröflun fyrir mótið þá voru misjafnar undirtektir með þátttöku í henni. En fyrir þá sem gætu hugsað sér að taka þátt í henni þá var Björn Bergmann bjorn@servida.is (faðir Viktors Breka) tilbúinn til að hjálpa til með það. Hann er starfsmaður hjá Servida, en Haukar hafa verið að nýta sér þjónustu þeirra varðandi fjáraflanir. Hægt er að sjá hér hvað er í boði http://haukar.is/images/stories/pdf/servida-sept-2011.pdf
Þá var Hanna Björg hannahafthors@simnet.is (móðir Freys Elí) tilbúin að miðla af sinni reynslu varðandi hvernig sé best að halda utan um hlutina. Hún á einnig strák í 4.flokki og hefur verið í foreldrastjórn í nokkur ár.
Hér vantar einhvern til að halda utan um þetta.
* Varðandi peysur á strákana, mér heyrðist allir vera sammála um að halda þeim peysum sem keyptar voru í fyrra fyrir Norðurálsmótið. Þá geta þeir sem eiga peysur nú þegar notað þær og þeir sem eiga ekki peysur keypt sér samskonar peysur. Gott væri að fá einhver til þess að taka þá hlutverk á sig.
* Næstu mót hjá strákunum
- Hraðmót ÍR fimmtudaginn 19.apríl (sumardagurinn fyrsti)
- KFC mót Víkinga 5. eða 6. maí
- Norðurálsmótið 15.-17. júní
- Arion bankamót Víkings 11. eða 12. ágúst.
* Svo vantar foreldra frá yngra árinu í foreldrastjórn, í henni eru nú þegar þrír feður stráka á eldra ári:
Þórir Steinþórsson - thorirst@nobex.is faðir Þráins Leó
Elís Þór Rafnsson - elis@orkuhusid.is faðir Andra Fannars
Magnús Reyr Agnarsson - magnus@securitas.is faðir Sölva Reys
Engin ummæli:
Skrifa ummæli