Sælir foreldrar
Nú fer að styttast í næstu tvö mót hjá strákunum. Það fyrra verður haldið á ÍR vellinum fimmtudaginn 19.apríl (sumardaginn fyrsta). Fyrsta liðið byrjar að spila frá kl. 09.00 og keppnin fyrir hvert lið tekur ekki meira en 2 klst. Keppnisgjald er 1.500kr og innifalið í því eru leikirnir, grillveisla og verðlaunapeningur.
Seinna mótið verður haldið á Víkingsvelli helgina 5. – 6. maí. Ekki ennþá komið í ljós hvor dagurinn það er. Keppni fyrir hvert lið tekur um 2-3 klst. Það er þátttökugjald 2.000kr og innifalið í því eru leikirnir, verðlaunapeningur og KFC-máltíð.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar sem fyrst með því að senda mail á hilmar@raggoz.com og taka fram nafn þess stráks sem þið eruð að skrá og á hvaða mót þið eruð að skrá hann. ÍR-mótið, Víkingsmótið eða bæði mótin.
Kveðja þjálfarar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli