Sunnudaginn 18. febrúar heldur flokkurinn á hraðmót Njarðvíkur sem haldið verður í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ frá kl. 09:00-13:00. Það er mæting í höllina kl. 08:30. Spilað verður á fjórum völlum samtímis og við sendum fjögur lið til keppni, sem þýðir að lágmark 32 strákar þurfa að tilkynna þátttöku svo þau fjögur lið verði mönnuð.
Ég dreifði skráningarblöðum á æfingunni í gær, þriðjudaginn 6. feb, en á því blaði var ein kjánaleg prentvilla sem ég vona að allir sjái í gegnum: MÓTIÐ ER 18. FEB EN EKKI 3. FEB eins og stendur á einum stað á blaðinu!
Það kostar 1200 krónur á haus og innifalið í því er pizzaveisla í lokin, bikar fyrir sigurliðin. Þennan 1200 kall þarf ég að fá í allra síðasta lagi á föstudeginum 16. febrúar - en helst fyrr - því ef okkur tekst ekki að ná 32 strákum á mótið þá þarf ég að draga eitt liðið úr keppni. Svo ég vonast eftir fljótum og jákvæðum viðbrögðum frá ykkur foreldrum.
Það þarf í sjálfu sér ekkert að fylla út þetta þátttökublað sem ég dreifi, það má einnig bara hitta á mig og koma 12oo kallinum til mín.
Þessi hraðmót hjá Reykjanesliðunum eru ávallt vel skipulögð og heppnuð. Þtta verður örugglega bara fjör. Alla vega er þjálfarinn orðinn mjög spenntur fyrir því að sjá strákana "in action" :)
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli