
FJÁRÖFLUN – FJÁRÖFLUN
7. FLOKKUR – DRENGIR
Heil og sæl allir J
Það er komið að því!!! Fjáröflun fyrir strákana okkar í 7. flokk er að hefjast.
Nú er um að gera að hvetja þá til þess að selja sem mest, svo að kostnaðurinn fyrir Akranes mótið í júní verði í lágmarki. Þetta er stærsta mót sinnar tegundar hér á landi og gerði mikla lukku hjá strákunum og foreldrum þeirra sem fóru í fyrra. Kostnaður í fyrra var 18 000 kr. á hvern dreng og má búast við svipaðri upphæð núna. Núna í febrúar ætlum við að selja kaffi frá Kaffitár og svo eftir 2-3 mánuði verðum við með aðra fjáröflun.
Hver pakki kostar 1400 kr og inniheldur 1 poka (250 gr) af Kólumbíukaffi og 1 poka (250 gr) af Spákonukaffi. Hægt er að panta bæði baunir eða malað kaffi.
ATH að þegir þið sendið til okkar pantanir að taka fram hversu marga pakka þið viljið af baunum og hversu marga af möluðu kaffi.
Fyrir hvern seldan pakka fær hver drengur um kr. 644. Ath hver og einn drengur er að safna fyrir sig, og ágóði af sölu hvers og eins fer inn á persónulegan reikning viðkomandi í Landsbankanum. Allir nýir meðlimir í flokknum fá stofnaðan Sportreikning.
Kólumbíukaffi: Kaffið hefur sterk sérkenni, góða sýrni og ber ávæning af kryddi og fylling þess er sérstaklega flauelsmjúk og eftirbragðið með karmellu- og hunangskeimi
Spákonukaffi: Tvær tegundir af Mið-Ameríku baunum, en þær eru brenndar á tvo ólíka vegu, þ.e. í Vinarbrennslu og Meðalbrennslu. Þetta er bragðmikið en þó frísklegt kaffi, þétt í sér með mjúkum tónum af súkkulaði. Gott kaffi fyrir þá sem vilja skyggnast inn í framtíðina.
Þegar lögð er inn pöntun þarf að leggja inn upphæðina sem selt er fyrir á reikning 140-26-82839, kennitala 700387-2839. Muna að taka fram í skýringu nafn þess drengs sem leggur inn.
Athugið að pantanir verða að berast fyrir þriðjudaginn, 6. mars, með því að hringja í síma 860-2244, eða senda tölvupóst á eftirfarandi netfang, jknutsdottir@actavis.is
Gangi ykkur rosalega vel J J J
Pöntunarblaðið mitt
Nafn seljanda: Sími:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli