fimmtudagur, mars 01, 2007

Fjör í frostinu!


Það er nokkuð ljóst að hvorki heimstyrjöld, frosthörkur né eiturmökkur frá 9 miljóna tonna súlfats-og-brennisteinsspúandi-álveri í bakgarði Ásvalla myndu koma í veg fyrir að hörkutólin í 7. flokki karla í knattspyrnu hjá Haukum myndu mæta á útiæfingu.
Eldmóðurinn yljaði strákunum og mér í frostveðrinu á þriðjudaginn þar sem hvorki fleiri né færri en 37 strákar mættu á æfingu (sem er tæplega 90% mæting hjá hópnum). Það er algjör unun að fylgjast með strákunum og áhuginn skín úr hverju andliti. Algjör miljónkall!

Og allir að teygja svona á náranum.

Fullkomin einbeiting í gangi við teygjurnar
Og allir síðan að fara í brú - púff!

Engin ummæli: