Í gær mættu 38 strákar á æfingu! Þrátt fyrir það vantaði 6 stráka sem hafa verið að mæta vel og 1-2 sem dúkka upp öðru hverju. Sem sagt, æfingasóknin er almennt mjög góð og áhuginn hjá strákunum til fyrirmyndar.
Af þessum hópi eru 36 búnir að ganga frá æfingagjöldunum. Ég hvet þá sem ekki hafa greitt til að gera það hið fyrsta. Ef þið hafið einhverra hluta vegna ekki fengið greiðsluseðil í hendurnar þá megið þið endilega hafa samband við mig (sjá gsm og @ hér til hliðar).
Aðeins þeir sem hafa gengið frá æfingagjöldunum eru gjaldgengir á mótin í sumar!
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli