Á mótinu verður leikið á 4 völlum samtímis. Leiktími 1 x 10 mín. Mótið hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 17:00. Þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur og bikar fyrir sigurlið. Pizzuveisla og safi fyrir alla í mótslok Ég er búinn að tilkynna 5 lið til keppni sem þýðir að lágmark 35 strákar þurfa að koma með. Ég vonast því eftir góðum viðbrögðum og að flestir skili skráningablöðunum sem fyrst.
Það er mæting í Fífunni (yfirbyggða knattspyrnuhúsið) í Kópavogi kl. 12:30 þennan dag.
.............................................
Að lokum grunnupplýsingar um mótin sem farið verður á í sumar:
- Skagamótið á Akranesi helgina 22.-24. júní. (ath. föstudagur meðtalinn)
- Króksmótið á Sauðárkróki helgina 11.-12. ágúst
- Að auki verður Faxaflóamótið haldið á Ásvöllum laugardaginn 26. maí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli