FJÁRÖFLUN – FJÁRÖFLUN
7. FLOKKUR – DRENGIR
Heil og sæl allir
Það er komið að því!!! Síðasta fjáröflun fyrir Skagamótið er að hefjast.
Nú er um að gera að hvetja þá til þess að selja sem mest, svo að kostnaðurinn fyrir Akranes mótið, þann 22. júní verði í lágmarki. Þetta er stærsta mót sinnar tegundar hér á landi og gerði mikla lukku hjá strákunum og foreldrum þeirra sem fóru í fyrra. Kostnaður í fyrra var 18 000 kr. á hvern dreng og má búast við svipaðri upphæð núna (innifalið í verði, regngallar+ húfa). Nú ætlum við að selja klósettpappír og eldhúsrúllur.
Hver pakki af bæði klósettpappír og eldhúsrúllum kostar 2200 kr og inniheldur klósettrúllupakkinn 48 stk og eldhúsrúllupakkinn 28 stk.
Fyrir hvern seldan pakka fær hver drengur um kr. 1000-1100. Ath hver og einn drengur er að safna fyrir sig, og ágóði af sölu hvers og eins fer inn á persónulegan reikning viðkomandi í Landsbankanum. Allir nýir meðlimir í flokknum fá stofnaðan Sportreikning.
Þegar lögð er inn pöntun þarf að leggja inn upphæðina sem selt er fyrir á reikning 140-26-82839, kennitala 700387-2839. Muna að taka fram í skýringu nafn þess drengs sem leggur inn.
Athugið að pantanablöðin verða að skilast á þriðjudagsæfingunni, 12. júní, eða senda tölvupóst á eftirfarandi netfang, jknutsdottir@actavis.is. Þetta verður síðan afgreitt í lok þeirrar viku, látum vita nánar síðar.
Gangi ykkur rosalega vel
PÖNTUNARBLAÐ
Eftirfarandi upplýsingar um kaupendurnar þurfa að koma fram á blaðinu sem þið skilið til foreldrastjórnarinnar:
- Nafn og símanúmer seljanda
- Upplýsingar um kaupandann: Nafn, heimilsfang, sími, fjöldi pakka af klósettpappír, fjöldi pakka af salernispappír.