þriðjudagur, júní 19, 2007

Þakkir til styrktaraðila (uppfært)

Fyrirtækið Versus – bílaréttingar og málun ehf voru svo almennileg að bjóðast til að styrkja okkur með því að gefa strákunum hettupeysur og derhúfur fyrir foreldrana, merkt Haukum. Eigendur eru foreldrar í flokknum og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir þeirra frábæra stuðning!! Þetta verður afhent síðan upp á Skaga.

Þá hefur Mastercard útvegað okkur fjölmarga vatnsbrúsa sem verður dreift til strákanna á föstudaginn.

Að lokum þá var Bakaríið Kornið svo rausnarlegt að styrkja strákana okkar með því að gefa 100 stk ostaslaufur og um 240 stk af appelsínu og kókómjólkurdrykkjum. Við viljum þakka þeim innilega fyrir þeirra frábæra stuðning.

Sjáumst svo hress og kát á mótinu ;o)

f.h foreldraráðs 7 flokks,

Jenný Kamilla


mánudagur, júní 18, 2007

Skagamótið

Stóra mót ársins er framundan: Kaupþingsmótið á Akranesi 22.-24. júní. Mótið hefst um morguninn á föstudeginum 22. júní. Það er mæting hjá öllum þeim sem eru búnir að tilkynna þáttöku á mótið á Ásvelli kl. 08:00 og áætlað er að leggja af stað ekki seinna en 08:30. Vinsamlega mætið á réttum tíma því kl. 08:00 verður dreift út regngöllunum sem voru pantaðir fyrir mótið. Farið verður á einkabílum til Akraness.
Mótið hefst með skrúðgöngu liðanna kl. 11:00 og mótið er formlega sett kl. 12:00. Fyrstu leikirnir eru kl. 13:00 og þeim síðustu lýkur 19:00. Hvert lið er þó aldrei lengur en 2,5 tíma á leikstað. Á laugardeginum leika liðin ýmist fyrir hádegi eða eftir hádegi og stundirnar sem ekki er verið að spila er hægt að nýta í sundferð o.fl. Mótinu lýkur svo á sunnudeginum, um morguninn eru spilaðir síðustu leikirnir og kl. 13:00 er verðlaunaafhending og mótsslit.

Haukar munu gista í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem er við Vesturgötu 120.

Ég ætlast til þess að allir foreldrar kíki inn á heimasíðu mótsins og kynni sér allt sem þar er að finna: http://kaupthingsmot.blog.is/blog/kaupthingsmot/

Að auki vill ég taka nokkur atriði sérstaklega fram.
  • Allir strákarnir eiga að vera með foreldra eða forráðamann með sér í ferðina. Enginn kemur einn á mótið! Fararstjórarnir gista með strákunum í skólanum og sjá um að halda utan um hópinn á milli leikja og skipulagðra atburða en utan þess er ætlast til að forráðamenn stráksins séu með umsjón með honum.
  • Ég óska eftir því að sem flestir pabbar taki með sér sundskýlu á mótið svo að sundferðirnar geti gengið upp. Einhverjar mömmurnar hafa gefið sig fram til að vera á bakkanum en við þurfum nokkra pabba til að fara með í klefana.
  • Foreldrastjórnin mun núna í dag, þriðjudag, og á morgun hringja út í alla og upplýsa þá um hversu mikið viðkomandi strákur þarf að greiða fyrir mótið. Sumir eru jú búnir að safna vel í vetur og eiga jafnvel fyrir mótinu.
Strákunum er skipt upp í eftirfarandi lið:

A-lið B-lið
Andri Scheving Marteinn Víðir
Aron Atli Bergmann
Fannar Björnsson
Bjartur Snær Imsland Hilmar Smári
Karl Viðar Magnússon Ísak Jónsson
Orri Freyr Þorkelsson Þórir Jóhann Helgason
Ólafur Örn Gunnarsson Óskar Aron Ólafsson
Þórður Alex Markússon Daníel Freyr Ólafsson
Hilmar Dagbjartsson Magnus Stefánsson

Benedikt Einar

Sigurjón Unnar Ívarsson

C-lið D-lið
Karl Óskar
Bergur Ingi Ólafsson
Ýmir Kolka Júlíusson Haraldur Steinar
Símon Freyr
Jóhann Traustason
Sindri Snær Ragnar Ingi Sigfússon
Kristján Kári
Ólafur Atli
Egill Steinar
Rafael Ísak
Jóhannes Georg
Óliver Andri Gunnarsson
Þórir Eiðsson Adam Dagur Ólafsson
Natan Snær Bjarnason Mikael Alf Óttarsson
Magnús Dagur
Magnús Karl Reynisson

miðvikudagur, júní 13, 2007

Útkall í 17.júní leik gegn FH!

7.flokkur karla spilar gegn FH á hinn eina sanna 17.júní. Leikurinn fer fram á aðalvelli Kaplakrika kl. 10.00 en mæting er kl. 9.30.

Vinsamlegast látið vita ef um forföll er að ræða með sms í síma 695-5415.

Bestu kveðjur, Kristján Ómar.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Mikilvæg skilaboð frá Foreldrastjórninni

FJÁRÖFLUN – FJÁRÖFLUN

7. FLOKKUR – DRENGIR

Heil og sæl allir

Það er komið að því!!! Síðasta fjáröflun fyrir Skagamótið er að hefjast.

Nú er um að gera að hvetja þá til þess að selja sem mest, svo að kostnaðurinn fyrir Akranes mótið, þann 22. júní verði í lágmarki. Þetta er stærsta mót sinnar tegundar hér á landi og gerði mikla lukku hjá strákunum og foreldrum þeirra sem fóru í fyrra. Kostnaður í fyrra var 18 000 kr. á hvern dreng og má búast við svipaðri upphæð núna (innifalið í verði, regngallar+ húfa). Nú ætlum við að selja klósettpappír og eldhúsrúllur.

Hver pakki af bæði klósettpappír og eldhúsrúllum kostar 2200 kr og inniheldur klósettrúllupakkinn 48 stk og eldhúsrúllupakkinn 28 stk.

Fyrir hvern seldan pakka fær hver drengur um kr. 1000-1100. Ath hver og einn drengur er að safna fyrir sig, og ágóði af sölu hvers og eins fer inn á persónulegan reikning viðkomandi í Landsbankanum. Allir nýir meðlimir í flokknum fá stofnaðan Sportreikning.

Þegar lögð er inn pöntun þarf að leggja inn upphæðina sem selt er fyrir á reikning 140-26-82839, kennitala 700387-2839. Muna að taka fram í skýringu nafn þess drengs sem leggur inn.

Athugið að pantanablöðin verða að skilast á þriðjudagsæfingunni, 12. júní, eða senda tölvupóst á eftirfarandi netfang, jknutsdottir@actavis.is. Þetta verður síðan afgreitt í lok þeirrar viku, látum vita nánar síðar.

Gangi ykkur rosalega vel

PÖNTUNARBLAÐ

Eftirfarandi upplýsingar um kaupendurnar þurfa að koma fram á blaðinu sem þið skilið til foreldrastjórnarinnar:

  • Nafn og símanúmer seljanda
  • Upplýsingar um kaupandann: Nafn, heimilsfang, sími, fjöldi pakka af klósettpappír, fjöldi pakka af salernispappír.

sunnudagur, júní 03, 2007

Íþróttaskóli Hauka - Sumaræfingarnar

Smelltu á myndina til að skoða Skólastundatöflu Íþróttaskólans

Íþróttaskóli Hauka hefur göngu sína mánudaginn 11. júní. Við þjálfararnir hjá Haukum hvetjum alla í yngstu flokkunum eindregið til þess að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir krakkana að bæta sig í fótbolta og kynnast Ásvöllum enn betur. Það er reynsla okkar frá fyrri árum að krakkar sem fara á mörg námskeið yfir sumarið, og eru jafnvel allt sumarið í skólanum, taka oftast stórstígum framförum í fótboltafærni sinni. Fyrir mig sem þjálfara er það einstakt tækifæri að hafa krakkana á vellinum í svona langan tíma á hverjum degi og geta gefið sér mun betri tíma í það að þjálfa upp einstaka þætti íþróttarinnar.

Ef þið skoðið stundatöflu skólans (klikkið á myndina hér að ofan til að sjá stærri útgáfu) sjáið þið að fyrir hádegi er áherslan lögð á knattspyrnu og gervi- og grassvæði Hauka nýtt. Hádegismaturinn er í boði fyrir þá sem ætla sér að vera allan daginn því eftir hádegi taka inniboltagreinarnar við og þá er viðhafst innanhúss á Ásvöllum.

Svo það sé raunhæft að krakkar, sem æfa fótbolta, geti verið allan daginn í Íþróttaskólanum og á sama tíma stundað fótboltaæfingarnar, þá höfum við ákveðið að hafa æfingarnar frá kl. 10:45-12:00. Ef stundataflan er skoðuð sést að í þeim tíma eru einmitt "Fótbolti - leikæfingar" sem þýðir að þeir sem eru að æfa og eru lika í Íþróttaskólanum "kljúfa" sig frá öðrum Íþróttaskólakrökkum á þessum tíma og fara á hefðbundna æfingu sem ég mun stýra. Þeir sem eru þá ekki í Íþróttaskólanum, þeir mæta bara á æfingu frá 10:45-12:00. Skildist þetta?? :)

Heill dagur í skólanum frá 9:00-16:00 kostar 6500 kr. fyrir Haukafélaga sem hafa greitt æfingagjöldin. Að nýta sér gæsluna kostar 500 krónur. Hálfur dagur (annað hvort fyrir eða eftir hádegi) án matar kostar 3000 kr. fyrir sömu Haukafélaga. Nánari upplýsingar um verð og skráningarformið er að finna hér:

SKRÁÐU ÞIG HÉR Í ÍÞRÓTTASKÓLANN

Helgaræfingum lokið

Frá og með júní verða ekki fleira æfingar um helgar. Síðustu æfingarnar samkvæmt vetraræfingaráætluninni verða því þriðjudaginn 5. júní og föstudaginn 8. júní.

Mánudaginn 11. júní tekur svo sumaræfingataflan gildi. Þá mun 7. flokkur karla æfa mánudaga til fimmtudags frá klukkan 10:45 - 12:00 á Ásvöllum. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga er frí. Þessi æfingatími fellur vel inn í dagskrá Íþróttaskólans, sem ég mun kynna betur hér á síðunni innan skamms og vona að sem flestir strákar í flokknum muni nýta sér.