föstudagur, ágúst 10, 2007

Tilkynning til foreldra

Mér þykir það mjög leitt að þurfa tilkynna það að ég mun ekki verða viðstaddur á Króksmótinu á Sauðárkróki. Eins og einhverjir vita að þá er ég í fullu starfi hjá Knattspyrnudeild Hauka og sinni ýmsum öðrum verkefnum en þjálfuninni. Stundum geta orðið árekstrar þar á milli og í þessu tilviki er það einmitt raunin. Ég er hálf miður mín yfir þessu og finnst eins og ég sé að bregðast ykkur foreldrum strákanna á vissan hátt. Hendur mínar voru einfaldlega bundnar og ég átti ekki annarra kosta völ en að verða eftir í bænum.

En ekkert er svo slæmt að ekki fylgi því eitthvað gott! Ólafur Örn Oddsson, forveri minn sem þjálfari 7. flokks lengur en elstu menn muna, mun leysa mig af á Króknum og hefði ekki verið hægt að finna betri afleysingarmann en hann. Ég mun því áhyggjulaus fylgjast með fréttum frá mótinu og óska öllum þar góðs gengis.

Engin ummæli: