Ferðalagið
Farið verður á einkabílum og er ætlast til að foreldrar eða forráðamenn strákanna sjái nánast alfarið um strákinn milli þess sem spilað er (meira um þetta neðar). Það er mæting á Sauðárkrók í síðasta lagi föstudagskvöldið 10. ágúst en þá um kvöldið kl. 22:00 er fararstjórarfundur og að honum loknum ættu öll leikjaplön helgarinnar að liggja endanlega fyrir.
Föstudagur 10. ágúst
Mæting á Sauðárkrók.
Afhending gagna og mótttaka liða í Árskóla við Freyjugötu og Skagfirðingabraut (!)
Kl. 22.00 Fararstjórafundur í Vallarhúsi.
Kl. 7:30-9:00 - Morgunmatur í íþróttahúsi.
Kl. 9:00 - Setningarathöfn. Allir þátttakendur mæti á knattspyrnuvöllinn næst íþróttahúsi, þaðan mun skrúðgangan fara af stað inn á íþróttasvæðið, í framhaldi verður stutt setningarathöfn.
Kl. 10:00 - Fyrstu leikirnir hefjast.
Kl. 12:00 - Grillað í góðum gír.
Kl. 17:00 - 18:00 - Leikjum laugardags lokið. Þau lið sem klára sína leiki fyrst fara fyrst í kvöldmat, þannig að það er um að
Kl. 18:30 - Kvöldverður í íþróttahúsi, í matinn verður íslenskt fjallalamb.
Kl. 20:30 - 21.30 - Kvöldvaka í íþróttahúsi.
Kl. 22.00 - Þjálfara- og fararstjórafundur í vallarhúsi, kökur og fínerí.
Sunnudagur 12. ágúst
Kl. 7:30-9:00 - Morgunmatur í íþróttahúsi.
Kl. 9:00 - Leikir hefjast á ný.
Kl. 11:30 - 13:30 - Hádegisverður í íþróttahúsi, í matinn verða kjúklingabollur og meðlæti.
Kl. 16:00 - Leikjum dagsins lýkur. Verðlaunaafhending og mótinu slitið.
Mótsgjald
Það kostar 7.500 krónur að fara á mótið. Af þeirri upphæð er sjálft mótsgjaldið 6.500 krónur og innifalið í þeirri upphæð er:
• kvöldkaffi á föstudagskvöldi
• morgunverður, grillveisla og kvöldverður á laugardegi
• kvöldvaka á laugardagskvöldi
• morgun- og hádegisverður á sunnudegi
• frítt í sund fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara á laugardeginum
• litmynd af hverju liði fyrir hvern leikmann þess
• verðlaunapeningur fyrir hvern keppanda
• þrjú efstu liðin í hverjum flokki fá glæsilega verðlaunagripi
Hinar 1.000 krónurnar eru síðan til að kosta staðfestingargjaldið og ferðakostnað þjálfara. Ef einhver afgangur verður þá endurgreiðist hann að sjálfsögðu eftir mótið.
Greiðsla á mótsgjaldinu
Margir hafa nú þegar greitt 2.000 króna staðfestingargjald fyrir mótið. Eftirstöðvarnar skal leggja inn á reikningsnúmer: 0140-05-74294, kennitala 700387-2839 með upphafi kennitölu stráksins sem tilvísun.
Einhverjir hafa verið duglegir að safna sér fyrir mótinu í gegnum fjáraflanirnar sem hafa verið í gangi í vetur. Þær upphæðir er að finna á sportreikning strákanna hjá Landsbankanum. Foreldrar þurfa að hafa samband við Landsbankann og fá millifært af þessum reikningum inn á reikninginn hérna fyrir ofan, í síðasta lagi fimmtudaginn fyrir mótið. Linda í foreldrastjórninni getur örugglega svarað spurningum um innistæður strákanna á þessum reikningum. Hún er í síma 891 6454. Linda er einnig með töskur frá Landsbankanum fyrir nýja iðkendur sem hafa stofnað svona sportreikning.
Ólíkt Skagamótinu þá var það þannig í fyrra á Króksmótinu að langflestir foreldrar gistu á tjaldsvæðinu, voru meira prívat með sínum strák og mættu bara með strákinn í leikina og aðra atburði. Þetta skilst mér að hafi mælst vel fyrir. Félögunum býðst reyndar gisting í skólastofum í Árskóla og Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki ef einhver vill frekar nýta sér hana. Þjálfararnir munu gista þar. Á tjaldsvæðinu verður búið að eyrnamerkja Haukum ríflegt svæði fyrir allan hópinn og skemmtilegast væri ef Haukaforeldrar myndu hreiðra um sig í návist við hvert annað. Tjaldstæðin, sem eru ókeypis, eru á tveimur stöðum í bænum, annars vegar við hliðina á sundlauginni - frekar lítið svæði - og hins vegar uppi á Nöfum - stórt svæði. Til að fara upp á Nafir er ekið upp hjá kirkjunni, upp Kirkjuklauf og svo suður Nafirnar. Hægt er að nálgast upplýsingar um gistiheimili hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í síma 455-6161 og á heimasíðunni www.visitskagafjordur.is
Sundferðir
Sundlaugin á Sauðárkróki getur ekki tekið við öllum þátttakendum í einu og því er um að
Matarmiðar
Foreldrar geta keypt matarmiða í Árskóla á föstudagskvöld og eins á matartímum í íþróttahúsi, fyrir eina eða fleiri máltíðir. Hefðbundinn morgunmatur er báða dagana, í hádeginu á laugardaginn eru grillaðar pylsur, í kvöldmatinn á laugardaginn er ekta skagfirskt lambalæri með kartöflurm, sósu og sallati og í hádeginu á sunnudag eru kjúklingabollur með pasta og sallati. Morgunmatur kostar 500 kr., kvöldmatur laugardag kostar 1200 kr. og hádegismatur sunnudag kostar 1000 kr.
Þjálfara og liðstjórar
Kristján Ómar og Hilmar Rafn verða þjálfararnir á mótinu. Þeim til aðstoðar hafa verið fengnir þrautreyndir liðstjórar, þeir Sigmar (pabbi Andra Scheving), Þorkell (pabbi Orra) og Lars (pabbi Bjarts), sem munu hjálpa til við að stýra liðunum og halda utan um hópinn þegar keppnin er í gangi.
Útbúnaður
Haukar útvega og koma með á staðinn keppnistreyju Hauka sem er langermabolur, en foreldrar sjá um annan útbúnað. Flestar eru búnar að festa kaup á utanyfirgalla sem fæst í Fjölsport í Hafnarfirði og margir fengu stórfína bláa jakka á Króksmótinu. Ef einhver er að spá í fótboltaskóm þá mæli ég frekar með takkaskónum en gervigrasskónum.
Hér er góður listi til að vinna út frá þegar verið að pakka niður:
● Dýna / Vindsæng
● Svefnpoki/sæng + kodda
● Tannbursti + tannkrem
● Félagsgalli
● Keppnisskór (úti)
● Legghlífar
● Stuttbuxur og sokkar
● Auka sokka/stuttbuxur
● Regn og vindgalli
● Auka skó
● Afþreyingarefni s.s.tölvuspil,cd-spilari,spil,bók
● Hlý peysa
● Úlpa - húfa – vettlingar
● Sundföt
● Stuttermaboli
● Handklæði
● Nærföt
● Náttföt
● Vatnsbrúsa
● Klæðnaður fyrir 3 daga
● Góða skapið og góðan keppnisanda
Best er að allur búnaður, hver einstök flík, sé mjög vel merkt með nafni, síma og félagi – því eins og flestir vita þá týnast svona hlutir ótrúlega auðveldlega.
Frekari upplýsingar
Ég mæli með að foreldrar fylgist með hér á heimasíðu flokksins og á heimasíða Króksmótsins: http://www.skagafjordur.com/kroksmot og þar verður á einhverjum tímapunkti fyrir mótið að finna leikjaplanið og aðrar hagnýtar upplýsingar.
Kristján Ómar – 695 5415
Hilmar Rafn – 847 4732
Þorkell – 856 7472
Sigmar – 846 8051
Lars – 661 7233
Engin ummæli:
Skrifa ummæli