fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Frábær mæting á æfingu

Það var frábær mæting í gær , miðvikudag, á æfingu hjá strákunum í 7.fl karla. Saman voru komnir 30 strákar í miklum kulda og sýndu þeir að þeir eru alvöru víkingar sem mæta á æfingu þó að það blási aðeins köldu :) Frábært strákar og foreldrar

kv Þjálfarar

Næsta æfing er svo á sunnudag kl 09:30 inni á Ásvöllum.

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Foreldrafundur

Næsta mánudag ( 24. nóvember ) verður FORELDRAFUNDUR fyrir ykkur, foreldra strákanna, á efri hæðinni á Ásvöllum( stóra íþróttahúsið). Fundurinn byrjar kl 19:45 og er um 30-45 mín langur.

Það er gríðarlega MIKILVÆGT að allavega eitt foreldri sjái sér fært að mæta á fundinn.


-Næsta æfing hjá strákunum er svo á sunnudag kl 09:30 í íþróttahúsinu á Ásvöllum

kv Þjálfarar

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Breyting á sunnudagstíma

Næsta sunnudagsæfing ( 16.nóv ) hjá strákunum verður kl 10:30 í Íþróttahúsinu á Ásvöllum.

Látið þetta endilega berast ykkar á milli.

kv Þjálfarar


Sjáumst kl 10:30 á sunnudaginn

mánudagur, nóvember 10, 2008

Þakkir fyrir skemmtilegt mót

Ég og Helgi viljum þakka öllum strákum og foreldrum fyrir frábært mót um helgina og teljum við að þetta hafi heppnast mjög vel. Af nægu verður að taka í vetur og næstu viðburður verða kynntir fljótlega.

Sjáumst á æfingu á miðvikudag kl 17:00

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Mótið

Nú er mótið hja strákunum á laugardag ( 8.nóv) og fengu allir iðkendur og foreldrar upplýsingar um mótið á fundinum í gær( miðvikudag). Þeir sem hafa frekari spurningar geta haft samband á meilið arnihh@gmail.com.

Annars vona ég við sjáumst hress á laugardaginn.

kv Þjálfarar

mánudagur, nóvember 03, 2008

Fundur og skráning á mót

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sinn strák á mótið í Reykjanesbæ 8.nóvember og hvet ég ykkur sem eiga það eftir að klára það fyrir hádegi á miðvikudag á póstfangið: arnihh@gmail.com . EÐA HRINGI Í MIG í 8945231..

Svo minni ég á æfingu hjá strákunum kl 17:00 á miðvikudag ( 5.nóv ) og fundinn sem verður EFTIR æfinguna. Fundurinn er stuttur og fjallar um mótið næstu helgi. ÞAÐ ER GRÍÐARLEGA MIKILVÆGT AÐ FORELDRAR EÐA FORRÁÐAMENN LÁTI SJÁ SIG ÞESSUM FUNDI

sjáumst vonandi öll á miðvikudag.

kv Þjálfarar