þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg Jól

Kæru iðkendur og foreldrar.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár og sjáumst hress eftir jólafríið.

Fyrsta æfing eftir jólafrí er miðvikudaginn 14. Janúar á gervigrasinu kl 17:00.

kv Þjálfarar

miðvikudagur, desember 17, 2008

Fjölgreinaæfing

Það er fjölgreinaæfing á morgunn ( fimmtudag ) kl 17:00 í stóra húsinu á Ásvöllum.

sunnudagur, desember 14, 2008

Leikir á þriðjudag á Ásvöllum

Á MORGUNN (þriðjudaginn 16.des ) spilum við gegn Álftanesi inni í stóra íþróttahúsinu á Ásvöllum. Það er mæting hjá strákunum kl 14:45 stundvíslega og spilum við í klukkutíma. Eftir leikina förum við á efri hæðina og fáum okkur pizzu og höfum smá skemmtun. Þessu ætti að vera lokið 16:40.

Sjáumst hressir á MORGUNN

ATH Leikirnir eru á Ásvöllum ( inni).

föstudagur, desember 12, 2008

Jólaball og æfing á sunnudag

Jólaball á Ásvöllum sunnudaginn 14.des frá 17:00 - 19:00

Aðgangseyrir 500 kr.

Innifalið er bingóspjald, pylsa, drykkur og sælgætispoki.

Hægt er að kaupa aukaspjald á 250 kr.

Landsfrægir jólasveinar kíkja í heimsókn og stýra söng

og dansi í kringum jólatréð.

Kaffi og meðlæti fyrir fullorðna fólkið.

3. flokkur karla og kvenna aðstoða.

Allt Haukafólk sem og aðrir Hafnfirðingar

eru velkomnir á þessa fjölskylduskemmtun.

Barna- og unglingaráð

knattspyrunudeildar Hauka.

Muna eftir eftir æfingu á sunnudag 14.des kl 09:30 inni á Ásvöllum. Strákarnir fá nefnilega miða á þeirri æfingu.

laugardagur, desember 06, 2008

Plan fram að jólum

Þriðjudaginn 16.desember verður síðasta æfing hjá strákunum fyrir jólafrí og þá ætlum við að hafa svolítið gaman. Við ætlum að fá Álftanes í heimsókn og við ætlum að spila æfingaleik við þá inni í íþróttahúsinu á Ásvöllum og eftir það verður pizzaveisla og aldrei að vita nema að töframaður galdri fyrir ykkur í nokkrar mínútur. Það verður byrjað að spila kl 14:45 16. des en strákarnir fá miða með sér heim líka.

Næstu æfingar:
Sunnudagur 7. des kl 09:30 á Ásvöllum ( inni )

Miðvikudagur 10. des kl 17:00 á Ásvöllum ( úti )
Sunnudagur 14.des kl 09:30 á Ásvöllum ( inni ) - Jólaball Hauka á Ásvöllum 17 - 19
Þriðjudagur 16. des kl 14:45 á Ásvöllum ( inni ) - ÆFINGALEIKUR

þriðjudagur, desember 02, 2008

Æfing

Æfingin á morgunn ,miðvikudag, er kl 17:00 eins og venjulega. Það væri gaman ef að allir strákarnir gætu mætt því að þá ætlaði ég að taka hópmynd af þeim og setja á síðuna.

kv Þjálfarar