þriðjudagur, mars 10, 2009

Æfing og fleira

Ég minni á æfing á morgunn ( miðvikudag 11.mars ) kl 17:00 á gervigrasinu. Hér fyrir neðan er fyrsta mót sumarsins sem við förum á með strákanna í 7.flokki og verður svaka fjör. Ég hvet ykkur til að lesa þetta hér fyrir neðan og taka laugardaginn 6.júní frá.

kv Þjálfarar


Fótboltahátíð Þróttar
Haldin í Laugardalnum 6. - 7. júní 2009

Knattspyrnufélagið Þróttur - boðar til knattspyrnuhátíðar fyrir yngstu iðkendurna, drengi og stúlkur í 6., 7., og 8. flokki dagana 6.- 7. júní í Laugardalnum, þar sem allar aðstæður eru hinar bestu.
Þetta er í fimmta sinn sem Þróttur boða til þessar hátíðar undir merkjum jákvæðs anda og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.

Keppt verðu í A, B, C og D liðum í 6. og 7. flokki karla en í A, B og C liðum í 6. og 7. flokki kvenna. Í 8. flokki verður spilað í blönduðum liðum og liðunum skipt í tvo styrkleikaflokka. Á mótinu verður leikið á grasi.

Til verðlauna verður keppt í 6. flokki. Allir fá þátttökuverðlaun auk annarra smágjafa. Og samkvæmt hefðinni er svo auðvitað pítsuveisla og ljósmyndataka í mótslok. Að auki fá þátttakendur boðsmiða í Laugardalslaugina.

Þótt mótið sjálft standi í tvo daga, spilar hvert lið aðeins hálfan dag. Lögð er áhersla á að allar tímasetningar standist. Reynsla síðustu ára hefur verið mjög góð í þeim efnum, eins og þeir sem sótt hafa mótið geta vitnað um.

Keppni í 7.flokki (strákar og stelpur) og í 8. flokki verður laugardaginn 6. júní en á sunnudeginum 7. júní keppa strákar og stelpur í 6. flokki.
Í Laugardalnum hafa Reykjavíkurborg og Þróttur byggt upp aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í einstæðu umhverfi. Þetta umhverfi skapar mótinu glæsilega umgjörð og eykur mjög á gildi þess. Við viljum því hvetja þig til að eyða þessum fyrstu dögum sumars með okkur í Laugardalnum.

Engin ummæli: