Það er æfing í þessu " góða " veðri í dag kl 17:00. Ef að veðrið verður slæmt hættum við aðeins fyrr eða um 17:45.
Sunnudaginn 17.mái næstkomandi er Faxaflóamótið hjá strákunum og verðum við með 4 lið, þó að við gætum verið með 5 lið en það var ekki pláss fyrir fleiri lið í þessum riðli hjá KSÍ. Strákarnir eiga að mæta inní KÓRINN sem er stórt yfirbyggt gervigrashús í Kórahverfinu í Kópavogi. Ég vil byðja ykkur að skrá strákinn ykkar til leiks strax með því að senda mér póst á þetta póstfang svo að ég geti sett í hópa sem fyrst og sent ykkur mætingatímana á keppnisdag. Ég set svo hópana og allar upplýsingar á bloggsíðuna, sem ég vona að allir séu duglegir að lesa og einnig með tölvupósti. Mótið hefst um 10 leytið og klárast rétt fyrir hádegi.
mánudagur, maí 11, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli