þriðjudagur, maí 26, 2009

Þróttaramót framundan

Kæru foreldrar

Framundan hjá 7.fl karla í fótboltanum er Þróttaramótið 2009 sem er haldið í Laugardalnum í Reykjavík. Mótið er haldið laugardaginn 6.júní og er stefnan á að fara með 5 lið frá Haukum jafnvel 6 lið ef að mæting verður áfram góð
( 7-8 strákar í liði). Til þess að allir fái að spila og séu réttum liðum viljum við þjálfarar byðja ykkur foreldra að skrá strákinn á mótið með því að senda tölvupóst á : arnihh@gmail.com . Þar þarf að koma fram nafn stráks og hvaða ár hann er fæddur. Ef strákurinn er nýbyrjaður er sniðugt að senda kennitölu með og hvaða vinir hans eru í flokknum því stundum er hægt að hafa vini saman í liði .
Loks 2-3 dögum fyrir mót munum við þjálfarar setja allar upplýsingar inná heimasíðu flokksins sem er:7flokkur.blogspot.com auk þess að senda tölvupóst á ykkur foreldra.

Muna að skrá strákinn sem fyrst ef hann vill spila á mótinu.

Kv Þjálfarar

Engin ummæli: