mánudagur, september 28, 2009

Æfingar á miðvikudögum kl 16:30

ATH að æfingin á miðvikudögum verður framvegis kl 16:30 í stað 15:30. Þetta er gert svo að foreldrar eigi auðveldara með að koma strákum á æfingar vegna vinnu.

fimmtudagur, september 17, 2009

Uppskeruhátíð

Á sunnudag verður uppskeruhátíð fyrir yngri flokka Hauka. Hátíðinn er í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum og byrjar kl 14:00.
Mömmur, pabbar, ömmur, afar og systkini eru velkomin.
Veisla verður í íþróttasalnum að lokinni verðlaunaafhendingu.

Allir krakkar í 4. 5. 6. 7. og 8. flokki koma með köku eða aðrar veitingar fyrir veisluna sem verður að lokinni verðlaunaafhendingu.

sunnudagur, september 13, 2009

Flokkaskipting 2001 strákar kl 17:30 á fimmtudag

Núna er komið að flokkaskiptingu og fara strákarnir sem eru fæddir 2001 uppí 6.flokk. Næsta æfing hjá þeim er á fimmtudag kl 17:30 á Ásvöllum og þá verða þeir komnir á yngra ár í 6.fl. Ég vona að allir hér fæddir 2001 komi á fyrstu 6.flokks æfinguna sína á fimmtudag kl 17:30 .

Þeir sem eru fæddir 2002 og 2003 munu þá mynda 7.flokkinn í vetur og er það bara tilhlökkunarefni. Næsta eða fyrsta æfing hjá þeim (2002 á eldra ári) er á miðvikudag kl 15:30 úti á Ásvöllum.

Takk fyrir tímabilið

þriðjudagur, september 01, 2009

Smá breyting á æfingartíma fram að uppskeruhátíð

Vegna þess að fjölgreinaæfingar byrja á fimmtudag, kl 17:00 inni á Ásvöllum, þá verður æfing á morgunn ( miðvikudag )kl 16:30 í staðinn fyrir fimmtudag.

Þá eru æfingar fram að uppskeruhátíð á þriðjudögum og miðvikudögum kl 16:30 -17:30