þriðjudagur, apríl 20, 2010

ÍR mótið á fimmtudag og æfing á morgunn

Á fimmtudaginn 22.apríl( sumardagurinn fyrsti) förum við á mót hjá ÍR. Spilað verður frá 09:00 til 13:00. Hópnum verður skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn spilar kl 09:00 - 10:45 og seinni hópurinn frá 11:00 - 12:45.

Þeir sem eiga enn eftir að skrá sig verða að gera það á póstfangið hilmar@raggoz.com og segja nafn drengs og fæðingarár.

Hóparnir og nákvæmar mætingar koma inná bloggið á morgunn( miðvikudag) og fá strákarnir miða með sér á æfingunni á morgunn sem er kl 16:30 á Ásvöllum.

Við viljum byðja foreldra að fylgjast með bloggsíðunni á morgunn.

Sjáumst svo á æfingunni á morgunn.

Engin ummæli: