fimmtudagur, nóvember 18, 2010

Komandi verkefni

Sælir foreldrar

Ég er loksins kominn með aðgang til þess að henda inn á bloggsíðuna. Nú verður ekki aftur snúið.
Varðandi Skagamótið sem við stefndum á að fara með strákana á, þá reyndum við þjálfararnir að skrá okkur til leiks en það var því miður orðið fullt. Við erum að vinna í því að finna æfingaleik áður en jólafríið brestur á. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Stefnan er að hafa í það minnsta eitthvað félagslegt hvort sem það verður í nóvember að fyrrihluta desember. Þá erum við að tala um video og pizzu eða eitthvað slíkt.
Svo erum við búnir að skrá strákana á mót í janúar sem haldið er í Reykjaneshöllinni. Frekari upplýsingar um það mót koma inn á bloggsíðuna rétt eftir áramót.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafa samband.
Póstföngin okkar eru:
hilmar07@ru.is og sigmundur06@ru.is

kveðja
Þjálfarar

Engin ummæli: