mánudagur, desember 06, 2010

Mót í Fífunni sunnudaginn 12.des

Okkur bauðst að taka þátt í litlu móti hjá Blikunum næstkomandi sunnudag.
Strákunum verður skipt í 2 hópa
Fyrri hópurinn spilar frá kl.11.00-12.30 koma til með að mæta 10.30 ( Stór hluti eldri hóps en þó einhverjir af yngra ári)
Seinni hópurinn frá kl.12.30-14.00 koma til með að mæta 12.00(Stór hluti yngra árs en þó einhverjir af eldra ári)
Spilar hvert lið í það minnsta 3 leiki við Fram, ÍR og Breiðablik.
Við komum til með að senda strákana heim með miða á æfingunni á miðvikudaginn.

Þið þurfið að skrá stákinn ykkar svo að við sjáum ca. hversu margir mæta. Á föstudagskvöld eða á laugardeginum setjum við hérna inn á bloggsíðuna hvenær hver og einn strákur á að mæta.

Þið skráið strákinn ykkur með því að senda Simma mail á sigmundur06@ru.is en taka þarf fram nafn drengsins og hvort hann sé á yngra eða eldra ári.

kveðja
Þjálfarar

Engin ummæli: