föstudagur, desember 17, 2010

Flugeldasala Hauka

Kæru félagar.

Nú styttist óðum í enn ein áramótin og fólk fer fljótlega að huga að kaupum á flugeldum. Haukar, í samstarfi við Björgunarsveit Hafnarfjarðar, verða með flugeldasölu á Ásvöllum. Með því að versla flugelda af Haukum ertu bæði að styrkja félagið þitt og hið mikilvæga starf Björgunarsveitarinnar.

Salan hefst 27. desember og við hlökkum til að sjá þig J

laugardagur, desember 11, 2010

Vinamót Breiðabliks

Sælir foreldrar.

Við sendum 4 lið á mótið, 2 lið spila frá kl.11.00- ca.12.30 og 2 lið spila frá kl.12.30-ca.14.00.
Mótið er haldið í Fífunni.
Í fyrrihóp sem á að mæta kl.10.30 eru: Kristófer Jóns, Arngrímur Esra Árnason, Hallur Húni, Óliver Steinar, Andri Freyr, Anton Karl, Baldur Örn, Mikael Andri, Árni Snær Sigurjónsson, Úlfar Örn Kærnested, Þráinn Leó, Daníels Ingvars, Andri Fannar Elísson, Jón Bjarni Loftsson, Rökkvi Rafn, Patrik Snæland, Ágúst Goði, Elías Hrafn.

Í seinnihóp sem mætir kl.12.00 eru: Lórenz Geir Þórisson, Sigurður Snær Sigurjónsson, Ásgeir Bragi, Össur Haraldsson, Emil Ákason, Patrik Leó Valdimarsson, Kristófer Kári, Jón Gunnar, Tómas Hugi Ásgeirsson, Mímir Máni, Kristján Logi, Auðunn Hartmannsson, Arnór Elís Albertsson, Tómas Anulis Kristjánsson, Róbert Bjarni Gunnarsson, Bóas, Eiður Orri, Victor Freyr Greil, Þór Leví.

Ef það vantar nöfn inn á listan þá sendiði póst á Simma sigmundur06@ru.is og við reddum því.

Við mætum með einhverja búninga fyrir þá sem ekki eiga, en þeir sem eiga búning mæta að sjálfsögðu með sinn búning.
Seinasta æfing fyrir jólafrí er næstkomandi miðvikudag 15.desember. Við byrjum svo aftur miðvikudaginn 5.janúar.

kveðja
Þjálfarar

mánudagur, desember 06, 2010

Mót í Fífunni sunnudaginn 12.des

Okkur bauðst að taka þátt í litlu móti hjá Blikunum næstkomandi sunnudag.
Strákunum verður skipt í 2 hópa
Fyrri hópurinn spilar frá kl.11.00-12.30 koma til með að mæta 10.30 ( Stór hluti eldri hóps en þó einhverjir af yngra ári)
Seinni hópurinn frá kl.12.30-14.00 koma til með að mæta 12.00(Stór hluti yngra árs en þó einhverjir af eldra ári)
Spilar hvert lið í það minnsta 3 leiki við Fram, ÍR og Breiðablik.
Við komum til með að senda strákana heim með miða á æfingunni á miðvikudaginn.

Þið þurfið að skrá stákinn ykkar svo að við sjáum ca. hversu margir mæta. Á föstudagskvöld eða á laugardeginum setjum við hérna inn á bloggsíðuna hvenær hver og einn strákur á að mæta.

Þið skráið strákinn ykkur með því að senda Simma mail á sigmundur06@ru.is en taka þarf fram nafn drengsins og hvort hann sé á yngra eða eldra ári.

kveðja
Þjálfarar