föstudagur, desember 17, 2010

Flugeldasala Hauka

Kæru félagar.

Nú styttist óðum í enn ein áramótin og fólk fer fljótlega að huga að kaupum á flugeldum. Haukar, í samstarfi við Björgunarsveit Hafnarfjarðar, verða með flugeldasölu á Ásvöllum. Með því að versla flugelda af Haukum ertu bæði að styrkja félagið þitt og hið mikilvæga starf Björgunarsveitarinnar.

Salan hefst 27. desember og við hlökkum til að sjá þig J

Engin ummæli: