sunnudagur, febrúar 13, 2011

Fjáröflun fyrir Norðurálsmótið

Sælir foreldrar!

Foreldraráð 7. flokks hefur ákveðið að fara í fjáröflun fyrir komandi sumar líkt og var tilkynnt á fundi í haust. Vitað er að farið verður á Norðurálsmótið á Akranesi 17-19 júní.

Eftirtaldar vörur eru í boði:

Lakkrís (blandaður 400 gr.) Verð : 1000 (ágóði barns: 500 kr.)

Humar (meðalstór, góður í heita rétti/súpur, 1,5 kg. ) Verð :4500 (ágóði barns: 1500 kr.)

Rækja (stór úthafsrækja, 2 kg.) Verð : 3900 (ágóði barns: 1500 kr.)

WC pappír (Comfort 3 laga, 32 rúllur) Verð : 3500 (ágóði barns: 1000 kr.)

WC pappír (Classiscal 2 laga, 48 rúllur) Verð : 3000 (ágóði barns: 1100 kr.)

Eldhúsrúllur (20 rúllur) Verð : 2500 (ágóði barns: 1000 kr.)

Pantanir þurfa að berast fyrir 20. febrúar þar skal telja fram hvaða vörur, magn, nafn barns og kennitala. Pantanir skulu sendar á jone@lhg.is og gudrunth05@ru.is . Greiða þarf fyrir vöruna í seinasta lagi við afhendingu sem verður í anddyri Ásvalla miðvikudaginn 23. febrúar á milli kl. 17.30 – 19.00.

Þeir sem vilja greiða með heimabanka geta lagt inn á reikning 140-26-029077 kt. 290773-4829 (þeir sem greiða inn á reikninginn þurfa að koma með kvittun og sýna við afhendingu)

ATH: Engar undantekningar eru gerðar varðandi afhendingu ef ekki er staðfesting á greiðslu. (þetta er regla sem Haukar hafa sett vegna atvika sem hafa komið upp við fjáraflanir)

Þau börn/foreldrar sem ætla að taka þátt í þessari(og öðrum) fjáröflunum verða að fara í Landsbankann í Hafnarfirði og stofna svokallaðan SPORT reikning á kennitölu barnsins. Þeir verða svo að senda tölvupóst á jone@lhg.is með upplýsingum um númer reikningssins og kennitölu barnssins. Þessi reikningur mun svo fylgja barninu upp alla flokkanna og þar verður ágóði fjáröfluninnar lagður inn.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá endilega samband við:

Jón s. 840-2143

Guðrún s. 820-0490

Bestu kveðjur,

Foreldrastjórn 7.flokks

ÁFRAM HAUKAR

P.s. Svo langaði okkur þjálfurunum að benda á að þó svo að 7.flokkur kk hafi bara verið skráður á eitt mót í foreldrahandbók sumarsins sem við settum inn í seinasta bloggi þá er það ekki eina mótið sem farið verður á. Þetta er eina mótið sem við vitum 100% að farið verður á en síðan verður pottþétt farið á einhver mót í viðbót. Bara til þess að koma í veg fyrir allan misskilning.

kveðja þjálfarar


Engin ummæli: