Þann 9. apríl verður afmælisfagnaður Hauka og þangað ætla allir Haukamenn úr öllum deildum og á öllum aldri að mæta.
Fordrykkur - flottur matur - veislustjórar Simmi og Jói - Raggi Bjarna alltaf sígildur - heitasta danshljómsveitin Buffið heldur uppi stuðinu fram á rauða morgun
HAUKAMENN- þetta er okkar kvöld - KOMA SVO VIÐ FYLLUM HÚSIÐ miðasala og borðapantanir á Ásvöllum alla daga og hjá Dísu, innkaup@haukar.is
Hægt er að taka frá borð ef fleiri en 6 eru á borði (öll borð eru 10 manna).
Mbk. Afmælisnefndin.
þriðjudagur, mars 29, 2011
laugardagur, mars 26, 2011
Skemmtiferð í Vogana
Ferð í Vogana
Laugardaginn 2.apríl næstkomandi verður farið í skemmtiferð í Vogana. Þar fáum við sundlaugina og íþróttahúsið til afnota frá klukkan 12-16. Kostnaður fyrir hvern strák eru 1.200 kr. Í boði verður að fara í sund, leika sér í íþróttasalnum auk þess að pantaðar verða pizzur fyrir strákana. Auk þess fá þeir svala og súkkulaði stykki í eftirrétt.
Strákarnir eiga að koma með íþróttaföt og sundföt. Mæting er klukkan 12.00 við íþróttahúsið í Vogunum og dagskrá líkur 16.00 þannig að við erum að tala um 4 tíma skemmtun og pizzuveislu.
Um leið og ég ætla að biðja ykkur um að staðfesta mætingu ykkar stráks með því að senda mail með nafni stráksins á Simma sigmundur06@ru.is þá ætla ég að biðja 5 foreldra að bjóða sig fram til þess að vera með okkur í Vogunum þessa 4 tíma og hjálpa til við að allt gangi vel fyrir sig. Þeir sem ætla að bjóða sig fram taka það fram í póstinum um leið og þeir skrá son sinn.
Bestu kveðjur
Þjálfarar
miðvikudagur, mars 02, 2011
Afmælisbingó
Afmælisbingó
og bollukaffi
sunnudaginn 6. mars kl. 15-17
á ásvöllum
Nú bjóðum við alla stórfjölskylduna velkomna í sunnudagsbollukaffi og bingó.
Fjöldi stórglæsilegra vinninga fyrir alla fjölskylduna. Meðal vinninga er sælulykill á Hótel Örk, 20.000 kr. bensínúttekt frá ÓB, gjafakort frá Hress, Fjölsport, Partý búðinni, Go-Kart ofl. Út að borða frá fjölda veitingastaða, ísveisla frá Vesturbæjarís og margt margt fleira
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)