laugardagur, mars 26, 2011

Skemmtiferð í Vogana

Ferð í Vogana

Laugardaginn 2.apríl næstkomandi verður farið í skemmtiferð í Vogana. Þar fáum við sundlaugina og íþróttahúsið til afnota frá klukkan 12-16. Kostnaður fyrir hvern strák eru 1.200 kr. Í boði verður að fara í sund, leika sér í íþróttasalnum auk þess að pantaðar verða pizzur fyrir strákana. Auk þess fá þeir svala og súkkulaði stykki í eftirrétt.

Strákarnir eiga að koma með íþróttaföt og sundföt. Mæting er klukkan 12.00 við íþróttahúsið í Vogunum og dagskrá líkur 16.00 þannig að við erum að tala um 4 tíma skemmtun og pizzuveislu.

Um leið og ég ætla að biðja ykkur um að staðfesta mætingu ykkar stráks með því að senda mail með nafni stráksins á Simma sigmundur06@ru.is þá ætla ég að biðja 5 foreldra að bjóða sig fram til þess að vera með okkur í Vogunum þessa 4 tíma og hjálpa til við að allt gangi vel fyrir sig. Þeir sem ætla að bjóða sig fram taka það fram í póstinum um leið og þeir skrá son sinn.

Bestu kveðjur

Þjálfarar

Engin ummæli: