Afmælisdagur Hauka 12. Apríl – Haukadagur fyrir alla fjölskylduna
Þriðjudaginn 12. apríl fagnar knattspyrnufélagið Haukar 80 ára afmæli.
Dagskrá verður á Ásvöllum þann dag fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 17.00 – 22.00
Kl: 17.00 – 19.00
Barnaskemmtun - Haukafjör
Barnaskemmtun fyrir aldurshópinn 12 ára og yngri þar sem þjálfarar úr öllum deildum kenna öll trikkin – atriði úr Fúsa froskagleypir –Kiddi Óli úr Sönglist – Freyr töframaður- Dans frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – blöðrur - kaka - fjör
Kl: 19.30 – 22.00
Afmæliskaffi og heiðursviðurkenningar
Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ungt Haukafólk spilar á hljóðfæri og dansarar frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans. Afmæliskaka og kaffi fyrir allt Haukafólk
Kl: 20.00 – 22.00
Unglingaball í Veislusalnum Ásvöllum
Nú er komið að afmælisfjöri fyrir 7.-10. bekk
DJ: Bóbó og Elín Lovísa og Kristmundur úr söngkeppni framhaldsskólanna 2010 skemmta.
Maður er manns gaman – mætum öll og fögnum 80 ára afmæli félagsins okkar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli