fimmtudagur, apríl 14, 2011

Páskafrí og mót

Sælir foreldrar

Seinasta æfingin fyrir páska verður næstkomandi sunnudag 17.apríl. Fyrsta æfing eftir páska verður svo á Ásvöllum miðvikudaginn 27. apríl. Eftir páska verður nóg um að vera hjá strákunum. Laugardaginn 30.arpíl erum við að fara á mót sem Framarar buðu okkur að taka þátt í. Mótið er haldið á Framvellinum í Reykjavík og reikna má með að mótið standi yfir frá ca. kl: 12.00-16.00. Enginn þátttökukostnaður er á þessu móti. Við stefnum á að mæta með 6 lið til leiks og vil ég biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar með því að senda mér nafn viðkomandi og hvort hann sé á eldra eða yngra ári á póstfangið hilmar@raggoz.com

Svo spila strákarnir á Faxaflóamótinu í byrjun mai en frekari upplýsingar um það mót verða veittar þegar nær dregur.

Þið foreldrar sem eruð ekki nú þegar komnir á póstlistann hjá okkur megið endilega taka það fram um leið og þið skráið strákinn ykkar á mótið og við bætum ykkur inn á listann.

Kveðja þjálfarar

Engin ummæli: